Sjö eftirlýstir af íslenskum yfirvöldum

Merki Interpol
Merki Interpol

Íslensk dóms- og lögregluyfirvöld hafa sett sjö útlendinga á lista yfir eftirlýsta á vef Interpol. Um er að ræða nauðgara, fíkniefnasmyglara og menn sem hafa verið dæmdir fyrir líkamsárásir.

Þrír þeirra eru Pólverjar og var einn þeirra meðal annars dæmdur fyrir hrottalega nauðgun í Hæstarétti 2008. 

Einn er frá Grænhöfðaeyjum en hann er eftirlýstur fyrir nauðgun. Ganabúi er eftirlýstur fyrir nauðgun. Maður frá Alsír er eftirlýstur fyrir morðtilraun og hættulega árás og Jórdani er eftirlýstur fyrir meiriháttar eiturlyfjabrot.

Hér er hægt að skoða myndir af þeim og upplýsingar um þá

Á vef Interpol er einnig að finna myndir og nöfn þriggja Íslendinga, þar af tveggja barna, sem er saknað.

 Tveir Íslendingar eru síðan eftirlýstir af erlendum yfirvöldum, bandarískum og túnískum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert