Vill lækka tekjuskatta

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra flytur erindi sitt á skattadegi Deloitte í …
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra flytur erindi sitt á skattadegi Deloitte í gær. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að tímabært sé að huga að breytingum á tekjuskatti einstaklinga og stefna að skattalækkunum hjá þeim, fækka skattþrepum og skoða samspil tekjuskattskerfisins við bótakerfið.

Þetta kom fram í ávarpi Bjarna á skattadegi Deloitte, sem haldinn var í gær. Bjarni segir í Morgunblaðinu í dag að þetta ár verði nýtt til þess að skoða þessi mál frekar. Hins vegar verði ákvarðanir um frekari skattkerfisbreytingar og skattalækkanir teknar þegar betur verði séð til lands í fjármálum ríkisins fyrir næsta ár.

„Ég vonast til þess að hægt verði að gera þetta fyrr en síðar, en ég nefndi það oft í tengslum við breytingar á virðisaukaskattskerfunum og vörugjöldunum að við værum að styrkja þessi neysluskattskerfi, sérstaklega virðisaukaskattinn, meðal annars í þeim tilgangi að greiða brautina fyrir beinar lækkanir á tekjuskatti,“ segir Bjarni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert