Hæsta gengi krónu frá 2008

Raungengi íslensku krónunnar hefur ekki verið jafn sterkt síðan í ágúst 2008 og hefur það hækkað um tæp 4% á einu ári. Þessi þróun hefur aukið kaupmátt Íslendinga.

Styrkist raungengið er verðlag, kaupmáttur og launakostnaður enda að hækka hraðar innanlands en erlendis, mælt í sömu mynt. Seðlabanki Íslands skráir þróun raungengis.

Hér er miðað við raungengi út frá mælikvarða hlutfallslegs verðlags. Sú vísitala var í 84,2 stigum í desember sl., en var til samanburðar 87,7 stig í ágústmánuði 2008, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert