Á fjórða þúsund manns í Bláfjöllum

Kátt er í Bláfjöllum.
Kátt er í Bláfjöllum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Færið var frábært, veðrið gott og stemningin í brekkunni mögnuð,“ segir Einar Bjarnason, rekstrarstjóri Bláfjalla í Morgunblaðinu í dag en alþjóðlegi skíðadagurinn var haldinn í fjallinu í gær.

Einar segir að rúmlega fjögur þúsund manns hafi mætt – margt af því fjölskyldufólk.

„Það er mikil aukning hjá okkur af fjölskyldufólki sem er frábært. Hvern einasta dag sem við höfum haft opið er barnasvæðið alveg troðið. Slíkt er nýlunda og það verður að viðurkennast – það er gaman að því,“ segir Einar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert