Stærsti skjálftinn 4,4 að stærð

Engar breytingar eru á gosinu í Holuhrauni.
Engar breytingar eru á gosinu í Holuhrauni. mbl.is/RAX

Um 50 jarðskjálftar hafa sl. sólarhring í öskju Bárðarbungu að undanförnu. Sá öflugasti var 4,4 að stærð en hann mældist kl. 22:12 í gærkvöldi. Skjálfavirknin heldur áfram með svipuðum hætti og verið hefur og ekki er sjá neinar breytingar eldgosinu í Holuhrauni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Alls mældust sex skjálftar sem voru yfir fjórir að stæðr. Níu voru á bilinu þrír til fjórir. 

Þá hafa tíu sjálftar mælst í bergganginu, en sá sterkasti varð skömmu fyrir miðnætti í gær, en hann var 1,9 að stærð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert