Yngstu einhleypu konurnar 24 ára

Árangur af tæknisæðingum er meiri hjá einhleypum konum og lesbískum ...
Árangur af tæknisæðingum er meiri hjá einhleypum konum og lesbískum pörum sem leita til Art Medica en gagnkynhneigðum pörum AFP

Yngstu einhleypu konurnar sem komið hafa í tæknisæðingu hjá læknastöðinni og tæknifrjóvgunarstofunni Art Medica voru í kringum 24 ára aldur þegar þær gengust undir meðferðina. Tæknisæðingar eru gerðar þar til konur hafa náð 45 ár aldri en glasafrjóvganir til 43 ára aldurs.  

Misjafnt er hversu margar tæknisæðingar þarf að gera áður en lífið kviknar hjá konunum en þó er algengt að þrjár til fimm tilraunir þurfi til. Árangur af tæknisæðingum er meiri hjá einhleypum konum og lesbískum pörum sem leita til Art Medica en gagnkynhneigðum pörum þar sem þær hafa yfirleitt ekki reynt að verða þungaðar í gangkynhneigðum samböndum

mbl.is ræddi við Þórð Óskarsson, lækni og einn af eigendum Art Medica, í tengslum við umfjöllun um málefni kvenna hér á landi sem hafa ákveðið að eignast barn einar með tæknifrjóvgun eða ættleiðingu.

Styttist í fertugt og frjósemin farin að minnka

Þórður segir að einhleypu konurnar sem koma í tæknifrjóvgun eða glasameðferð séu oft vel menntaðar konur sem hafa komist langt á sinni framabraut en beðið með að eignast barn eða börn.

„Þegar maður er 32 ára finnst manni maður enn vera ungur. Allt í einu er maður orðinn 37 eða 38 ára og þá fer að styttast í fertugt og frjósemin farin að minnka. Þá hrökkva konurnar við og fara að velta þessu fyrir sér,“ segir Þórður.

„Margar einhleypar konur hugsa eflaust að þær vilji hitta draumaprinsinn. Þær myndu kannski helst kjósa að vera með maka sem væri með þeim í þessu ferli. Þegar þær eru um fertugt þarf aftur á móti að fara að hafa hröð handtök. Þá er kannski ekki mjög einfalt að rjúka til og finna sér maka í hvelli.“

Á aldrinum 40 ára til 45 ára hrapar frjósemin niður hjá konum og lítið er um þunganir hjá þeim eftir 45 ára aldur. Því hafa tæknisæðingar verið gerðar hjá hjá konum fram til 44 ára eða 45 ára aldurs hjá Art Medica en glasafrjóvganir eru ekki gerðar eftir 43 ára aldur.

Sumar koma aftur á móti miklu fyrr en yngstu konurnar sem komið hafa til Art Medica voru í kringum 24 ára aldur þegar þær gengust undir meðferðina.

Reyna að minnsta kosti þrisvar til fimm sinnum

Afar misjafnt er hversu margar tæknisæðingar þarf að gera áður en konan verður ófrísk. Þórður bendir á að oftast þurfi að gera að minnsta kosti þrjár til fimm tilraunir, jafnvel fleiri. „Ef við miðum við gagnkynhneigt par þá er það venjulega búið að reyna í eitt ár sjálf áður en þau koma til okkar, stundum lengur,“ segir Þórður.

Þegar um einhleypar konur er að ræða eru aftur á móti ekki gerðar tæknisæðingar yfir svo langt tímabil án þess að gera frekari rannsóknir. Það er meðal annars vegna kostnaðar við tæknisæðingarnar en hann getur orðið verulegur ef gera þarf margar tilraunir.

Árangur af tæknisæðingum er eðli málsins samkvæmt meiri hjá einhleypum konum og lesbískum pörum þar sem þær hafa ekki verið að reyna að verða þungaðar í gangkynhneigðum samböndum, segir Þórður.

Líkurnar á þungun í þessum hópi eru meiri en hjá pörum þar sem búið er að reyna þungun heima við og ekki hefur fundist skýring á ástæðu þess að ekki gengur að búa til barn.  

Dýrara sæði af gjafinn er „þekktur“

Gjafasæði kostar á bilinu 37 þúsund til 50 þúsund og tæknisæðingarmeðferðin 52 þúsund krónur. Ef gjafinn er þekktur, þ.e. ef barnið getur fengið upplýsingar um hann þegar það verður sjálfráða, er sýnið dýrara.

Ef miðað er við þrjár til fimm tilraunir getur konan þurft að greiða í kringum hálfa milljón áður en hún verður ófrísk. Stundum gengur meðferðin þó upp í fyrstu tilraun og þá er kostnaðurinn í kringum 100 þúsund krónur.

Í upphafi glasafrjóvgunarmeðferðar er greitt 20% af meðferðargjaldi og 80% í lok meðferðarinnar. Vilji kona geyma sæði sem hún hefur keypt svo hún hafi möguleika á að nýta sæði frá sama gjafa ef hún vill gera tilraun til að verða þunguð á ný seinna, getur hún geymt sæðið í tíu ár. Fyrir hvert ár sem hún lætur geyma sæðið greiðir hún 20 þúsund krónur.

All­ar ábend­ing­ar um efni sem teng­ist mála­flokkn­um eru vel þegn­ar en mbl.is mun halda áfram umfjöllun um málefni kvenna sem hafa ákveðið að eignast barn einar með aðstoð tæknifrjóvgunar eða ættleiðingar næstu daga.

Ábendingum er meðal ann­ars hægt að koma á fram­færi með því að senda tölvu­póst á net­fangið lara­halla@mbl.is eða net­frett@mbl.is 

Þórður Óskarsson, læknir hjá Art Medica.
Þórður Óskarsson, læknir hjá Art Medica. Ómar Óskarsson
Á aldrinum 40 ára til 45 ára hrapar frjósemin niður ...
Á aldrinum 40 ára til 45 ára hrapar frjósemin niður hjá konum og lítið er um þunganir hjá þeim eftir 45 ára aldur mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ekki starfstjórnar að ræða við hreppinn

18:10 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra afhenti í dag sveitarstjórn Skútustaðahrepps bréf fjármála- og efnahagsráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra um umbætur í fráveitumálum sveitarfélagsins. Segir þar að starfsstjórn þyki ekki rétt að fara í viðræður við hreppinn fyrr en að loknum kosningum. Meira »

Strætó ekið á mann í miðborginni

18:05 Strætisvagni var ekið utan í karlmann í miðborginni á fimmta tímanum í dag. Hlaut maðurinn áverka á áverka á fæti og var hann fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítalans í Fossvogi til skoðunar og aðhlynningar. Meira »

Hvað á að gera við stjórnarskrána?

17:59 Meðal þess sem verður mögulega á verkefnaskrá næstu ríkisstjórnar eru stjórnarskrárbreytingar og hvernig skuli standa að þeim. Stjórnmálaflokkarnir sem bjóða fram við þingkosningarnar sem fram fara 28. október hafa oft á tíðum ólíka stefnu þegar kemur að málaflokknum. Meira »

Dómur ómerktur í auðgunarbrotamáli

17:48 Hæstiréttur hefur ómerkt sýknudóm Héraðsdóms Suðurlands frá því í júlí síðastliðnum í auðgunarbrotamáli, þar sem ákærðu var gefið að sök að hafa undirritað tilkynningar um eigendaskipti á samtals 20 vinnuvélum og ökutækjum, án þess að nokkurt endurgjald kæmi fyrir. Meira »

Flugskýli fullt af froðu

17:20 Nýtt flugskýli Icelandair var í morgun hálffyllt af eldvarnarfroðu, en slíkt er hluti af öryggisprófi sem Brunavarnir Suðurnesja framkvæmdu. Stefnt er að því að taka flugskýlið í notkun á næstunni. Meira »

Slitnaði upp úr í kjaraviðræðum

17:10 Nú fyrir skömmu slitnaði upp úr viðræðum í kjaradeilu á milli Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair hjá ríkissáttasemjara. Þetta staðfestir Jón Þór Þorvaldsson, formaður samninganefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna í samtali við mbl.is. Meira »

Kerlingabækur og kaffibollaþvaður

16:30 Bókabæirnir austanfjalls hafa um nokkurra ára skeið staðið fyrir þematengdum málþingum, sem haldin eru til skiptis í bókabæjunum Árborg, Ölfusi og Hveragerði. Selfoss á leikinn í ár og þemað er Kerlingabækur. Meira »

Vilja samrýmt verklag í kynferðisbrotum

16:59 Útbúa þarf samræmdar leiðbeiningar sem lýsa verklagi hjá lögreglu auk gátlista í meðferð kynferðisbrota. Kanna þarf hvort kalla ætti til sérfræðinga í auknum mæli sem eru sérhæfðir í áföllum í meðferðum kynferðisbrota. Meira »

Hægt væri að setja bráðabirgðalög

16:29 Hægt væri að setja bráðabirgðalög svo Stundin og Reykjavík Media gætu borið lögbann, sem sýslumaður setti á frekari umfjöllun miðlanna, byggða á gögnum innan úr Glitni, undir dómstóla strax í upphafi næstu viku. Þetta segir Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður. Meira »

Stofna starfshóp um nýjan Laugardalsvöll

15:41 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lýsti yfir vilja sínum til að stofna starfshóp um næstu skref í uppbyggingu Laugardalsvallar. Þetta kom fram á fréttamannafundi um málefni vallarins í Laugardalnum í dag. Meira »

Áforma byggingu nýs Sjálfsbjargarhúss

15:27 Sjálfsbjörg og Reykjavíkurborg undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um að vinna sameiginlega að þróun og skipulagningu á lóð Sjálfsbjargar við Hátún 12. Gerð deiliskipulags á reit Sjálfsbjargar við Hátún 12 verður grundvöllur að framtíðaruppbyggingu samtakanna á lóðinni. Meira »

77% andvíg lögbanni á fréttir fjölmiðla

15:25 Meirihluti Íslendinga, eða 77%, er andvígur lögbanni sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning fjölmiðla upp úr gögnum innan úr Glitni. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar MMR. Fram kemur að tæp 64% séu mjög andvíg lögbanninu og 13% frekar andvíg. Meira »

Hæstiréttur ómerkir Chesterfield dóminn

15:16 Hæstiréttur hefur ómerkt sýknudóm héraðsdóms í Chesterfield málinu sem einnig hefur verið nefnt CLN-málið. Í málinu voru Hreiðar Már, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson ákærðir fyrir umboðssvik Meira »

„Ekki búið að fara fram á lögbann“

14:52 „Það er ekkert að frétta,“ segir Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnis HoldCo, um hugsanlegt lögbann gegn breska miðlinum The Guardian. Meira »

Ræða framtíð Laugardalsvallar

14:43 Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun var samþykkt að halda áfram undirbúningsvinnu að stækkun Laugardalsvallar.  Meira »

Snýst um jafna málsmeðferð

15:10 „Málið snýst ekki um hvort Freyja geti orðið fósturforeldri eða ekki heldur snýst þetta um hvort málsmeðferðin hafi verið eins í hennar máli og öðrum þar sem ófatlaðir einstaklingar eiga í hlut,“ segir Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður baráttukonunnar Freyju Haraldsdóttur. Meira »

Tveir í varðhaldi vegna amfetamínssmygls

14:47 Tveir erlendir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir að tollverðir fundu falið í bíl þeirra í Norrænu umtalsvert magn af amfetamínvökva. Efnið fannst fyrir um það bil hálfum mánuði við komu ferjunnar til Seyðisfjarðar. Meira »

Forstjóri Landsvirkjunar í falsfréttum

14:31 Hörður Arnarson, forstjóri Lansdvirkjunar, kemur fyrir í falsfrétt sem er í dreifingu á Facebook þar sem honum eru eignuð upplogin ummæli um að „þúsundir Íslendinga séu að segja upp störfum“ og að ríkisstjórnin hafi aldrei verið hræddari. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

2ja daga ljósmyndanámskeið 23. + 24. okt
2ja DAGA LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 23. og 24. okt. 2ja daga byrjenda ljósmyndanámskei...
LOFTASTIGAR - PASSA Í LÍTIL OG STÓR OP
Tvískiptir eða þrískiptir fyrir allt að 300 cm hæð Mex ehf á Facebook > Mex byg...
HÁ -Emm tölvuviðgerðir Hér er hægt að g
HÁ-Emm tölvuviðgerðir Hér er hægt að gera við tölvur gegn vægu gjaldi!!! Er með ...
fjórir stálstólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu á 40,000
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...