Biðjist afsökunar á skipun Gústafs

Helgi Haukur Hauksson, formaður SUF.
Helgi Haukur Hauksson, formaður SUF. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna er andvíg skipun Gústafs Níelssonar sem varamanns Framsóknarflokksins í Mannréttindaráðii Reykjavíkurborgar og hvetur ennfremur Framsókn og flugvallavini til þess að biðjast afsökunar á skipuninni og draga hana til baka. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórnin sendi frá sér í dag. Ályktunin er svohljóðandi:

„Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna styður ekki skipan Gústafs Níelssonar sem varamann í Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar fyrir Framsókn í Reykjavík og flugvallarvini. Málflutningur Gústafs er á skjön við grundvallarstefnu Framsóknarflokksins. Nú sem aldrei fyrr er nauðsynlegt að virða mannréttindi og trúarskoðanir fólks. Samband ungra Framsóknarmanna mun ekki taka þátt í því að hverfa frá stefnu Framsóknarflokksins. Við hvetjum Framsókn í Reykjavík og flugvallarvini til að draga skipan Gústafs Níelssonar til baka og jafnframt biðjast afsökunar á henni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert