Gústaf varamaður til næsta fundar

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Framsókn og flugvallarvinir geta ekki dregið kjör Gústafs Níelssonar sem varamanns í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar til baka upp á sitt einsdæmi. Hann verður varamaður í ráðinu þar til borgarstjórn kemur næst saman til fundar og kosið verður um eftirmann hans, að sögn skrifstofustjóra borgarstjórnar.

„Það þarf að fara fram ný kosning á næsta fundi borgarstjórnar sem er eftir tvær vikur. Það sem gerist næst er að ég sendi mannréttindaráði bréf um að borgarstjórn hafi kosið nýjan varamann. Hann er varamaður þar til annar hefur verið kosinn,“ segir Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar. Næsti fundur borgarstjórnar fer fram þriðjudaginn 3. febrúar.

Gústaf Níelsson var kjörinn varamaður í mannréttindaráð borgarinnar en í kjölfar umræðu um yfirlýsingar hans um réttindi samkynhneigðra ákvað Framsókn og flugvallarvinir að draga tilnefningu hans til baka.

Helga Björk segir að flokkarnir sjálfir tilkynni þegar þeir vilji að kosið sé um fulltrúa þeirra í ráðum og nefndum. Ekkert erindi hafi enn borist frá Framsókn og flugvallarvinum um að slík kosning fari fram um nýjan varamann. Almennt sé tilkynnt um mál á dagskrá á föstudegi fyrir borgarstjórnarfund.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert