Setja upp mælana í hættulegu gasskýi

Frá Bretlandi komu vísindamenn með tæki og þekkingu en Íslendingar …
Frá Bretlandi komu vísindamenn með tæki og þekkingu en Íslendingar þekkja svæðið og gosið. mbl.is/RAX

„Við áttum góðan dag í dag og tókum meðal annars sýni af gasi og svifryki beint yfir gosstöðvunum með hjálp Gæslunnar.“

Þetta segir Evgenia Ilyinskaya, íslenskur eldfjallafræðingur sem starfar hjá bresku jarðfræðistofnuninni, í morgunblaðinu í dag. Hún bætir við, að þetta sé í fyrsta skipti sem svona mælingar eru gerðar í Holuhrauni. „Niðurstöðurnar munu hjálpa okkur að skilja hvernig brennisteinssýra myndast í eldgosamekki,“ segir Evgenia Ilyinskaya.

Hópur vísindamanna og sérfræðinga frá Jarðfræðistofnun Bretlands, Jarðvísindastofnun Háskólans og Veðurstofu Íslands fór í gær að gosstöðvunum í Holuhrauni. Tilgangur leiðangursins var einkum sá að mæla gasmengunina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert