Hálka víða á vegum landsins

mbl.is/Styrmir Kári

Hálka er á Sandskeiði samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en hálka og skafrenningur á Hellisheiði og í Þrengslum. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Kjósaskarði og hálka og snjóþekja víðast hvar á Suðurlandi.

Hálka eða snjóþekja er á Vesturlandi og Vestfjörðum, einnig éljagangur og sumstaðar skafrenningur. Þæfingur og skafrenningur er á Þröskuldum. Hálka, snjóþekja og hálkublettir eru á Norðurlandi, einnig skafrenningur og sumstaðar éljagangur.

Hálka er á flestum vegum á Austurlandi og hálka með suðausturströndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert