Kasta næstum upp þorramat

Íslendingar verða seint þekktir fyrir annað en að borða furðulegan mat í kringum þorrann. Nýjasta viðbótin í þorrabakkann eru súrsaðir lambatittlingar, og hafa þeir verið afar vinsælir síðustu tvö ár. Mbl.is fór á stúfana og kannaði hvað nemendum Háskólans í Reykjavík þætti um þessa nýjung. 

Það vakti mikla at­hygli þegar til­kynnt var ­titt­ling­arnir yrðu til sölu á þorr­an­um í fyrra, og seldust þeir upp á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Bjarka Sæþórssonar, aðstoðarverslunarstjóra Nettó í Mjódd, hafa þeir einnig rokið út í ár, og ljóst er að margir munu gæða sér á lambatittlingum á þorrablótum í ár.

Frétt mbl.is: Ég hef aldrei smakkað pung áður

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert