Stórjöklarnir hafa rýrnað, nema Drangajökull sem er á öðru róli

Drangajökull er fimmti stærsti jökull landsins Myndin er tekin úr …
Drangajökull er fimmti stærsti jökull landsins Myndin er tekin úr Kaldalóni í september árið 2001. Ljósmynd/Oddur Sigurðsson

Jöklar á norðanverðu landinu og sérstaklega Drangajökull hafa undanfarin 20 ár verið á talsvert öðru róli en aðrir jöklar landsins.

Á sama tíma og stórjöklarnir hafa rýrnað hvert einasta ár og skriðjöklarnir hopað hafa komið nokkur ár sem Drangajökull hefur aukið við sig og sömuleiðis jöklar beggja vegna við Eyjafjörð.

Þetta segir Oddur Sigurðsson, sérfræðingur á sviði jöklarannsókna hjá Veðurstofunni, í Morgunblaðinu í dag, en hann hefur í fjölda ára fylgst með þróun jökla, mælt þá og myndað. Hann segir að síðastliðinn vetur og veturinn þar áður hafi verið mikil snjósöfnun á Norðurlandi og jöklar þar hafi aukið við sig þessi tvö ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert