Komu rafmagninu aftur á

Rafmagnslínur. Mynd úr safni.
Rafmagnslínur. Mynd úr safni. mbl.is/Einar Falur

Rafmagn komst á kl. 21.50 á Melasveitarlínu frá Brennimel að Skorholti. Vinnuflokkur RARIK vinnur að bilanaleit vestan Skorholts, samkvæmt upplýsingum fyrirtækisins. Mjög hvasst var undir Hafnarfjalli í kvöld, allt að 50 m/s, og tafði það fyrir að viðgerðarmenn kæmust af stað til bilanleitar og viðgerðar.

Rafmagn fór af Melasveitarlínu um klukkan 20 í kvöld og því var rafmagnslaust frá Brennimel vestur að Melasveit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert