Ófært um Fróðárheiði

mbl.is/Styrmir Kári

Hálka og skafrenningur er á Sandskeiði og Hellisheiði samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en snjóþekja og skafrenningur í Þrengslum. Hálka eða hálkublettir eru víða á Reykjanesinu. Þungfært og skafrenningur er á Lyngdalsheiði og hálka eða snjóþekja á Suðurlandi.

Hálka eða snjóþekja er Vesturlandi en þó er ófært á Fróðárheiði og þæfingsfærð á Svínadal. Snjóþekja og snjókoma er á Holtavörðuheiði.  Snjóþekja og éljagangur er á Snæfellsnesi og á Bröttubrekku. Snjóþekja eða hálka er á flestum leiðum á Vestfjörðum en þæfingsfærð er á Kleifarheiði.

Á Norðurlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja. Þæfingsfærð er á Hálsum og Hófaskarði. Hálka eða hálkublettir er á Austurlandi og með Suðausturströndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert