Sóttu fótbrotinn göngumann

mynd/Landhelgisgæslan

Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa verið kallaðar út vegna göngumanns sem slasaðist vestan í Lambafelli í Þrengslum í dag. Talið er að hann sé fótbrotinn samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.

„Þyrla Landhelgisgæslunnar var við æfingar með fjallabjörgunarfólki frá Selfossi, Hveragerði og Reykjavík við Sandskeið og var henni og björgunarsveitafólkinu því beint á slysstað. Hún er nú lent og verið er að búa hinn slasaða undir flutning á sjúkrahús,“ segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert