Braut rúðu og iðraðist

Ung par sem missti af síðasta strætó í nótt fékk …
Ung par sem missti af síðasta strætó í nótt fékk aðstoð lögreglu við að komast heim. mbl.is/Hjörtur

Fjölbreytt mál berast á borð lögreglu að næturþeli um helgar. Þannig hringdi maður á lögreglu í miðborginni í nótt og lét vita að hann hefði brotið rúðu í reiðikasti. Hann var eitthvað ölvaður og var mikið í mun að atvikið yrði skráð. Þá óku lögreglumenn ungu pari heim til sín sem hafði misst af síðasta strætó.

Lögregla þurfti mikið að aðstoða ölvað fólk í miðbænum í nótt, samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ungt par sem var ekki komið á bílprófsaldurinn kom á lögreglustöðina á Hverfisgötu og fékk aðstoð til að komast heim en þau höfðu misst af strætó og fjölskyldumeðlimir ekki með aðgang að bifreið til að sækja þau. Þeim var komið heim í öruggar hendur. 

Þá lofar lögreglan manninn sem tilkynnti að hann hefði brotið rúðu í reiðikasti. 

„Sannarlega vel gert hjá honum og til fyrirmyndar,“ segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert