Hringferð um Ísland eins og draumur

Jökulsárlón.
Jökulsárlón. Ljósmynd/Stefan Schnettler

Á ferðabloggsíðunni Stuck in Iceland má segir þýsk fjölskylda frá hringferð sinni um Ísland, sem þau lýsa eins og draumi sem loksins rættist.

Fjölskyldufaðirinn Stefan Schnettler tók myndirnar sem birtast með frásögninni, og skrifaði líka textann. Hann segir frá þegar hann, konan hans Sabine og dóttir hans Laura fóru hringinn í kringum landið í sumarfríinu sínu.

Fjölskyldan við Goðafoss.
Fjölskyldan við Goðafoss. Ljósmynd/Stefan Schnettler

Í frásögninni segir hann að Ísland sé að mestu leyti óbyggt, sem kemur ekki á óvart fyrir hvern þann sem hefur ferðast um Mið-Evrópu, því þar er eins og mannshendinni sleppi aldrei. Ísland segir hann dásamlegt land, þar sem hægt sé að ganga um litríkar hæðir, sjá og upplifa ótrúlega öfluga fossa, baða sig í náttúrulögum og lónum, eða missa algjörlega andann sökum fallegs landslags, já eða út af sterkum vindi.

Fjöldkyldan var 10 daga á ferð um landið á húsbíl, auk þess sem hún dvaldi tvo daga í Reykjavík. Fólkið lenti í ýmsum ævintýrum, og tókst meðal annars að festa bílinn á Laugum í Sælingsdal.

Þingvellir.
Þingvellir.

Umfjöllunina, ásamt fleiri myndum úr ferðinni, má sjá á Stuck in Iceland.

Landmannalaugar.
Landmannalaugar.
Föst á Laugum í Sælingsdal.
Föst á Laugum í Sælingsdal.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert