Leita skjóls í Háskólanum á Bifröst

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Björn Jóhann

Um tuttugu manns þurftu að leita skjóls í Háskólanum á Bifröst þar sem Rauði kross Íslands hefur opnað fjöldahjálparstöð fyrir þá sem voru á ferð á Holtavörðuheiðinni og þurftu að skilja bíla sína þar eftir en heiðinni hefur verið lokað. Björgunarsveitarmenn af svæðinu fluttu fólkið af heiðinni.

Jón Brynjar Birgisson, sviðsstjóri neyðarvarnasviðs Rauða kross Íslands, segir viðbúið að ferðalangarnir verði í fjöldahjálparstöðinni í nótt en býst ekki við að það muni fjölga frekar í hópi þeirra sem þurfa að dvelja í háskólanum í nótt.

„Við erum með fólk sem býr þarna á Bifröst þannig þetta var auðsótt fyrir okkur og Háskólinn á Bifröst er fjöldahjálparstöð,“ segir Jón aðspurður um hvort viðbrögðin hefðu verið skjót eftir að heiðinni var lokað. Hann segir þetta ekki í fyrsta sinn sem sambærileg staða komi upp og opna þurfi fjöldahjálparstöð í kjölfar þess að verður sé vont og hálka myndast á heiðinni.

Frétt mbl.is: Hundruð manna föst í Staðarskála

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert