Öllu flugi frestað frá Keflavík

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Sigurður Bogi Sævarsson

Öllu flugi frá Keflavíkurflugvelli hefur verið frestað til klukkan 18:30 eða 19:00 vegna slæms veðurs.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, staðfestir þetta við mbl.is. Hann segir flugvöllinn opinn en veður sé snarvitlaust og því sé búið að fresta öllu flugi Icelandair til klukkan 19.

Dæmi eru um að farþegar hafi þurft að bíða lengi um borð í flugvélum sem voru að koma til landsins. Einn þeirra er Vernharð Guðnason sem var að koma frá München. Flugvélin sem hann ferðaðist með lenti um klukkan fjögur í dag og voru farþegar vélarinnar ekki komnir úr henni fyrr en um tuttugu mínútur í fimm eða rúmlega einum og hálfum klukkutíma eftir að vélin lenti.

Hann segir hafa verið mjög hvasst á flugvellinum og vélar hafi ekki komist upp að rönum og mikil flugvélaumferð hafi verið um það leyti sem vélin lenti; um tíu flugvélar sem þurftu að komast upp að einu hliði.

Hægt er að fylgjast með brottförum hér.

Þá hefur öllu innanlandsflugi verið aflýst í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert