Víða slæm færð á vegum landsins.

Hálka, óveður og éljagangur er á Hellisheiði samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en hálka og éljagangur í Þrengslum. Hálkublettir og éljagangur er á Reykjanesbraut og á Sandskeiði. Hálkublettir og óveður er á Lyngdalsheiði og á Mosfellsheiði en hálka og óveður í Mosfellsdal. Hálkublettir eða krapasnjór er í uppsveitum á Suðurlandi.

Hálka er á Heydal en þungfært í Álftafirði. Þæfingur og óveður er á Fróðárheiði. Hálka, hálkublettir eða krapasnjór er á öðrum leiðum á Vesturlandi. Á Vestfjörðum er lokað á Steingrímsfjarðarheiði, á Þröskuldum og á Hjallahálsi. Þæfingur og skafrenningur er á Hálfdáni en snjóþekja og éljagangur er á Mikladal. Snjóþekja og stórhríð er á Klettshálsi. Á Innstrandavegi er flughált út Hrútafjörð í Guðlaugsvík og ófært er á Ennishálsi. Hálka og snjóþekja er á öðrum leiðum á Vestfjörðum og éljagangur mjög víða.

Á Norðurlandi vestra er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum og éljagangur. Hálka og óveður er við Stafá á Siglufjarðarvegi. Flughálka og óveður er á Mývatnsöræfum. Hálka eða hálkublettir eru á öðrum leiðum á Norðausturlandi. 

Á Austurlandi er hálka og óveður á Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði og á Fjarðarheiði. Hálka er á flestum leiðum á Héraði en flughálka í Hróastungu. Hálka er á Fagradal og Oddsskarði en öllu minni hálka með ströndinni í Djúpavog. 

Á Suðausturlandi er eitthvað um hálku en að mestu orðið greiðfært.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert