Al-Thani í Hæstarétti í dag

Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson í Hæstarétti í dag.
Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson í Hæstarétti í dag. Þórður Arnar Þórðarson

Munnlegur mál­flutn­ing­ur fer fram í Al-Thani málinu í Hæstarétti í dag en rúmt ár er síðan dómur féll í héraðsdómi Reykjavíkur þar sem sakborningarnir fjórir, Hreiðar Már Sig­urðsson­, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, Ólaf­ur Ólafs­son­, fyrr­ver­andi hlut­hafi, Magnús Guðmunds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings banka í Lúx­em­borg, og Sig­urður Ein­ars­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður Kaupþings, hlutu all­ir fang­els­is­dóma á bil­inu þrjú til fimm og hálft ár.

Mbl.is verður á staðnum og greinir frá framgangi málsins.

Voru þeir sakfelldir fyrir umboðssvik eða hlut­deild í umboðssvik­um og fyr­ir markaðsmis­notk­un, með þætti sín­um í sölu á 5,01% hlut til Mohammeds Al Than­is, sj­eiks frá Kat­ar, rétt fyr­ir hrun. Eftir hrun var upplýst að Kaupþing hafði lánað Al Thani fyrir kaupunum.

Í dómi héraðsdóms var kom­ist að þeirri niður­stöðu að Kaupþingi hefði verið skylt að til­kynna það til Kaup­hall­ar Íslands að Ólaf­ur Ólafs­son átti eitt af þeim fyr­ir­tækj­um sem komu að fjár­mögn­un söl­unn­ar til Al Than­is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert