Hafa ekki kannað mál Björgvins

Björgvin G. Sigurðsson viðurkenndi að hafa ráðstafað fé í eigu …
Björgvin G. Sigurðsson viðurkenndi að hafa ráðstafað fé í eigu Ásahrepps í eigin þágu. mbl.is/Golli

Ekki liggur fyrir hvort lögreglan á Suðurlandi muni taka mál Björgvins G. Sigurðssonar til rannsóknar. Björgvini var sagt upp störfum fyrir rúmri viku vegna fjárdráttar og viðurkenndi hann að hafa ráðstafað fé í eigu Ásahrepps í eigin þágu án heimildar en hafnaði því að um fjárdrátt væri að ræða.

Að sögn Kjartans Þorkelssonar, lögreglustjóra á Suðurlandi, hefur málið ekki komið inn á borð lögreglunnar. Þá segir hann ekki ljóst hvort málið verði tekið til rannsóknar.

Hreppsnefnd Ásahrepps og Björgvin komust að samkomulagi um málalyktir fyrir helgi en ákveðið var að Björgvin yrði ekki kærður.

Samkomulagið fól meðal annars í sér að Björgvin endurgreiði að fullu umrædda fjármuni og hefur hann nú þegar gert það, samkvæmt yfirlýsingu sem barst frá hreppsnefnd Ásahrepps og Björgvini. 

Björgvin hóf meðferð við áfengissýki á Vogi síðastliðinn miðvikudag. Hann mun ekki taka að sér starf ritstjóra Herðubreiðar líkt og áður hafði verið ákveðið.

Fréttir mbl.is um málið: 

Hyggst ekki kæra Björgvin

„Engin ástæða til að kæra Björgvin“

Björgvin hvattur til að víkja

Björgvin í áfengismeðferð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert