„Mikið fjör“ í Staðarskála

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. mbl.is

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra Íslands, var einn þeirra fjölmörgu sem var veðurtepptur í Staðarskála í gær. „Ófært í báðar áttir en mikið fjör og hellingur af fólki á staðnum,“ skrifaði hann á Facebook-síðu sína.

„Ekki ennþá ferðafært en fer vonandi að styttast í það,“ skrifar Gunnar Bragi rétt fyrir miðnætti í gær.

Ekki varð þó fært úr Staðarskála fyrr en í morgun. Gunnar Bragi var ekki eini ráðherrann sem veðurtepptur var í Staðarskála því Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, var einnig fastur í skálnum í nótt.

Frétt mbl.is: Illugi feginn að hafa Staðarskála

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert