Nýr frjálsíþróttavöllur ÍR í Mjódd

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Margrét Héðinsdóttir, formaður frjálsíþróttadeildar ÍR.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Margrét Héðinsdóttir, formaður frjálsíþróttadeildar ÍR. Af vef Reykjavíkurborgar

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Margrét Héðinsdóttir, formaður frjálsíþróttadeildar ÍR skrifuðu í dag undir samning vegna framkvæmda við frjálsíþróttavöll í Suður-Mjódd. Hanna á nýjan frjálsíþróttavöll ÍR og verða útboðsgögn undirbúin innan tíðar svo hægt verði að hefja framkvæmdir síðar á árinu, segir í frétt á vef borgarinnar.

Uppbygging frjálsíþróttavallarins er hluti af samningi sem Reykjavíkurborg og Íþróttafélag Reykjavíkur gerðu á nýliðnu ári um skipulagsvinnu og uppbyggingu í Suður-Mjódd. Deiliskipulag fyrir svæðið hefur verið unnið í samvinnu ÍR og borgaryfirvalda og fer það brátt í hefðbundna kynningu.

Borgarráð hefur samþykkt að verja 50 milljónum króna af framkvæmdafé ársins 2015 til þessa verkefnis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert