Óttast að endurtaka 9. áratuginn

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Starfsgreinasamband Íslands mun í dag kynna kjarakröfur sínar á fundi með Samtökum atvinnulífsins.

Útlit er fyrir að kjarasamningsferlið verði með öðrum hætti en á síðasta ári, þegar sameiginleg nefnd fór fyrir kröfum aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands. Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, segir í samtali við Morgunblaðið að þess í stað muni hvert aðildarfélag gera sínar kröfur.

„Vissulega verður samstarf um ákveðin sameiginleg mál, sem ASÍ hefur forystu um, en að öðru leyti mun hvert samband nálgast þetta með sínum hætti,“ segir Gylfi í umfjöllun um mál þett aí Morgunblaðinu í dag og bætir við að óánægju gæti meðal félagsmanna vegna launahækkana ýmissa ríkisstarfsmanna. „Margir hópar innan ASÍ eru ekki sáttir við að háskólamenn hjá ríkinu njóti forgangs umfram aðra, hvort sem það eru læknar eða kennarar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert