Ritstjóri Viðskiptablaðsins sýknaður

Bjarni Ólafsson, ritstjóri Viðskiptablaðsins.
Bjarni Ólafsson, ritstjóri Viðskiptablaðsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Ólafsson, ritstjóri Viðskiptablaðsins, var í morgun sýknaður í meiðyrðamáli sem Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, höfðaði gegn honum í haust. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Þetta kemur fram í frétt á VB.is. Þar segir að Róbert hafi stefnt Bjarna vegna setningar á forsíu blaðsins þann 28. ágúst. Í umræddri frétt, var greint frá því að Björgólfur Thor Björgólfsson hefir stefnt Róberti og kært til embættis sérstaks saksóknara.

Í dómnum segir: „Að mati dómsins var vinnsla umræddrar fréttar og framsetning hennar í blaðinu eðlileg þar sem sjónarmið stefnanda komu skýrlega fram, m.a. á forsíðu. Þá var umfjöllunin ekki hlutdræg eða í henni að finna sjálfstæða umfjöllun blaðamannsins er vann fréttina.“

Frétt VB.is

Róbert Wessman.
Róbert Wessman. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert