Skar upp án leyfis

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Virtur skurðlæknir við Karolinska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi hefur framkvæmt þrjár tilraunakenndar líffæraígræðslur án þess að samþykki heilbrigðisyfirvalda liggi fyrir, þar af eina á þar af eina á Erítreumanni, sem er búsettur á Íslandi og í námi við Háskóla Íslands. Að því er fram kemur í frétt SVT um málið eru tveir sjúklinganna látnir og sá þriðji er enn undir gjörgæslu allan sólarhringinn, þrátt fyrir að tvö ár séu liðin frá aðgerðinni.

Aðgerðirnar, sem framkvæmdar voru á árunum 2011 og 2012, hafa verið tilkynntar til yfirstjórnar Karolinska sem og sænska heilbrigðiseftirlitsins.

Mennirnir látnir en konan lifir

Námsmaðurinn sem um ræðir var 36 ára þegar hann flaug til Stokkhólms árið 2011 til þess að vera skorinn upp af ítalska lækninum Paolo Macchiarini. Maðurinn mun hafa verið með stórt æxli við barkann sem myndi leiða til köfnunar yrði ekkert að gert. Macchiarini og teymi hans vann að gerð gervibarka sem meðhöndlaður hafði verið með stofnfrumum. Hluti hins skemmda öndunarvegar var fjarlægður og skipt út fyrir eins konar rör. Sjúklingurinn vaknaði sjálfur, 24 tímum eftir aðgerðina og gat andað sjálfur, án aðstoðar öndunarvélar, fimm dögum eftir aðgerðina.

Haustið 2013 versnaði þó ástand sjúklingsins að nýju og samkvæmt SVT lést hann í janúar á síðasta ári. Teymið á bakvið ígræðsluna segir ígræðsluna þó ekki hafa verið dánarorsök mannsins.

Þrítugur bandarískur karlmaður og 26 ára tyrknesk kona gengust einnig undir samskonar aðgerðir. Karlmaðurinn dó rúmum fjórum mánuðum eftir aðgerðina. Konan er enn á lífi, en þarf enn að vera undir stöðugu eftirliti lækna, þrátt fyrir að tvö ár séu liðin frá aðgerðinni.

Sóttu ekki um leyfi siðanefndar

Þegar nýjar og óreyndar aðgerðir eru gerðar á fólki þurfa læknar að hafa hugann við fagleg vinnubrögð siðferðislega séð. Til þess að mega birta niðurstöður rannsókna tengdum slíkum aðgerðum þurfa læknar í Svíþjóð að hafa fengið leyfi fyrir aðgerðunum frá sérstakri siðanefnd sænska heilbrigðiseftirlitsins. Meðal annars metur nefndin þá nýju þekkingu sem gæti skapast út frá þeirri áhættu sem felst í aðgerðunum fyrir sjúklingana.

Macchiarini og teymi hans birti rannsókn og lýsingar á gervibarka-aðgerðunum í hinu virta fagriti The Lancet, þrátt fyrir að hafa aldrei fengið tilskilin leyfi frá siðanefndinni eða einu sinni sótt um þau.

Formaður siðanefndarinnar, Eva Lind Sheet segir ljóst að regluverkið hafi brugðist í þessu tilfelli.

Í svari við fyrirspurn SVT segja forsvarsmenn Karolinska að ígræðslurnar hafi verið gerðar til þess að reyna að bjarga lífi sjúklinganna og að ekki hafi verið litið á þær sem rannsóknir. Því trúi sjúkrahúsið að ekki hafi verið þörf á leyfi siðanefndarinnar. Málið er þó enn til rannsóknar hjá heilbrigðisyfirvöldum.

Ofurskurðlæknirinn

Læknirinn Paolo Macchiarini er gjarnan kallaður ofurskurðlæknirinn, samkvæmt frétt SVT. Hann var fenginn sérstaklega til Karolinska til þess að þróa gervilíffæri. Hann er sagður frumkvöðull í rannsóknum á stofnfrumum og öðlaðist frægð um allan heim fyrir að framkvæma svipaða aðgerð fyrir framan myndavélar í Bandaríkjunum, á tveggja ára stúlku frá Suður-Kóreu árið 2013. Stúlkan lést tveimur mánuðum eftir aðgerðina. Þrátt fyrir dauðsföllin og skort á leyfi siðanefndar virðast læknar þó sammála um að gervibarkinn virki, jafnvel í tilfelli stúlkubarnsins.

Uppfært 18:30
Upprunalega stóð að námsmaðurinn sem fjallað er um hafi verið Íslendingur en hann mun hafa verið Erítreumaður, búsettur á Íslandi og í námi við Háskóla Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Taktu mig hérna við uppþvottavélina

18:50 Það er sérstök stemning í Hafnarhúsinu þessa dagana þar sem nokkrir ungir karlmenn gutla á kassagítar og raula við klassískt atriði úr fyrstu alíslensku kvikmyndinni í fullri lengd, Morðsögu frá 1977. Meira »

Gáfu fósturgreiningardeild tvö ómtæki

18:37 Kvenfélagið Hringurinn færði fósturgreiningardeild Landspítala tvö ómtæki að gjöf og voru þau afhent formlega í þakkarboði sem haldið var Hringskonum í dag. Meira »

Tvær nýjar heilsugæslustöðvar?

18:30 Stefnt er að því að byggja tvær nýjar heilsugæslustöðvar á Akureyri í stað núverandi húsnæðis heilsugæslunnar í miðbænum. Talið er æskilegt að byggja einnar hæðar hús og verði hvor eining um sig 1500 fermetrar að stærð. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Nolta. Meira »

Gráar kindur alltaf í uppáhaldi

18:25 Kristbjörg vissi ekkert út á hvað ræktun feldfjár gekk þegar hún fór af stað fyrir sjö árum, en hefur verið ódrepandi við að afla sér þekkingar. Í sumar fór hún til Danmerkur og Svíþjóðar þar sem Kristín og Anne feldfjárbændur voru sóttar heim. Meira »

Þyngdi dóm vegna skilasvika

18:22 Hæstiréttur Íslands hefur þyngt dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir Ara Axel Jónssyni vegna brota hans sem eigandi og framkvæmdastjóri Dregg ehf. á Akureyri. Meira »

Sæmundur Sveinsson skipaður rektor LBHÍ

18:10 Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, skipað í dag dr. Sæmund Sveinsson í stöðu rektors Landbúnaðarháskóla Íslands til eins árs frá og með 1. október 2017. Skipanin var gerð að fenginni tillögu háskólaráðs Landbúnaðarháskóla. Meira »

Eins og dómurinn hafi verið þurrkaður út

17:47 Anna Signý Guðbjörnsdóttir, eitt fórnarlamba lögreglumanns sem fékk uppreist æru eftir að hafa fengið 18 mánaða dóm fyrir kynferðisbrot, segist ekki hafa trúað því að hann hefði fengið uppreist æru er hún fyrst frétti það. „Mér líður eins og það sé búið að þurrka dóminn hans út,“ sagði hún í viðtali við RÚV. Meira »

Ein deild lokuð á dag vegna manneklu

17:50 „Við gerum þetta svona vegna þess að við viljum vernda deildarstarf barnanna,“ segir Fanný Heimisdóttir, leikskólastjóri í Sunnufoldar í Grafarvogi. Í næstu viku mun hún grípa til þess ráðs að hafa eina deild leikskólans lokaða á hverjum degi. Skýringin á þessu er mannekla. Meira »

Ólíklegt að efnin berist í notendur

17:30 Lítil hætta er talin á því að hættuleg efni berist í notendur gervigrasvalla í Kópavogi. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem gerð var á átta gervigrasvöllum bæjarins og sem Kópavogsbær kynnti í í dag. Meira »

Dæmdur fyrir líkamsárás gegn eiginkonu

17:19 Karlmaður á sjötugsaldri var í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa slegið eiginkonu sína ítrekað með krepptum hnefa í andlit, bak og brjóstkassa. Meira »

Tillaga Bjarna „óásættanleg“

17:08 „Mér finnst óásættanlegt hvernig þetta er sett upp,” segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, um tillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um endurskoðun stjórnarskrárinnar í áföngum á næstu þremur kjörtímabilum. Meira »

Icelandair dæmt til að greiða dánarbúi flugmanns 68,8 milljónir í skaðabætur

16:51 Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms Reykjavíkur frá því í júní sl. þess efnis að Icelandair ehf. beri að greiða dánarbúi fyrrverandi flugmanns félagsins 68,8 milljónir króna auk dráttarvaxta vegna ólögmætrar uppsagnar árið 2010. Meira »

10 mánuðir fyrir ítrekaðan ölvunarakstur

16:25 Karlmaður á fertugsaldri var í dag dæmdur af Hæstarétti til að sæta fangelsi í 10 mánuði auk þess sem hann var sviptur ökuréttindum ævilangt. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn í 13 mánaða fangelsi. Meira »

Stíga til baka og óska frekari gagna

15:59 „Þetta var gagnlegur fundur með umboðsmanni Alþingis og svaraði mörgum spurningum. Samt sem áður liggja eftir spurningar sem við vildum gjarnan fá svör við. Hvort það er enn þá tilefni til formlegrar rannsóknar eigum við eftir að meta.“ Meira »

Starfar í neyðarteymi í Karíbahafinu

15:19 Sólrún María Ólafsdóttir, sendifulltrúi og starfsmaður Rauða krossins á Íslandi er á leið í Karíbahafið þar sem hún mun starfa í svokölluðu FACT-neyðarteymi (Field Assessment Coordination Team) á vegum Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Meira »

Ósamhljóða í fordæmisgefandi máli

16:14 Heimilt er að ákæra menn fyrir meiri háttar skattalagabrot þó að þeir hafi áður sætt háu álagi ofan á vangoldna skatta. Þetta er niðurstaða dóms Hæstaréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars í fyrra. Meira »

MS safnar fyrir Kusu á Landspítalann

15:24 Söfnunarátakinu Mjólkin gefur styrk hefur verið ýtt úr vör fjórða árið í röð. Í ár verður meðal annars safnað fyrir tækinu Cusa sem fagfólk kallar gjarnan „Kusuna“ og nota við skurðaðgerðir á líffærum. Meira »

„Mikill stormur í vatnsglasi“

14:56 „Í mínum huga skiptir þetta verulegu máli. Það hefur miklu moldviðri verið þyrlað upp síðustu daga út af þessu máli. Mér finnst hinar greinargóðu skýringar umboðsmanns sýna að þarna hefur verið mikill stormur í vatnsglasi.“ Meira »
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
flott sófaborð rótarspónn og innlagt
er með fallegt sófaborð flott innlagt og vel samsettur rótarspónn.á 45,000 kr ...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
 
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...