Skar upp án leyfis

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Virtur skurðlæknir við Karolinska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi hefur framkvæmt þrjár tilraunakenndar líffæraígræðslur án þess að samþykki heilbrigðisyfirvalda liggi fyrir, þar af eina á þar af eina á Erítreumanni, sem er búsettur á Íslandi og í námi við Háskóla Íslands. Að því er fram kemur í frétt SVT um málið eru tveir sjúklinganna látnir og sá þriðji er enn undir gjörgæslu allan sólarhringinn, þrátt fyrir að tvö ár séu liðin frá aðgerðinni.

Aðgerðirnar, sem framkvæmdar voru á árunum 2011 og 2012, hafa verið tilkynntar til yfirstjórnar Karolinska sem og sænska heilbrigðiseftirlitsins.

Mennirnir látnir en konan lifir

Námsmaðurinn sem um ræðir var 36 ára þegar hann flaug til Stokkhólms árið 2011 til þess að vera skorinn upp af ítalska lækninum Paolo Macchiarini. Maðurinn mun hafa verið með stórt æxli við barkann sem myndi leiða til köfnunar yrði ekkert að gert. Macchiarini og teymi hans vann að gerð gervibarka sem meðhöndlaður hafði verið með stofnfrumum. Hluti hins skemmda öndunarvegar var fjarlægður og skipt út fyrir eins konar rör. Sjúklingurinn vaknaði sjálfur, 24 tímum eftir aðgerðina og gat andað sjálfur, án aðstoðar öndunarvélar, fimm dögum eftir aðgerðina.

Haustið 2013 versnaði þó ástand sjúklingsins að nýju og samkvæmt SVT lést hann í janúar á síðasta ári. Teymið á bakvið ígræðsluna segir ígræðsluna þó ekki hafa verið dánarorsök mannsins.

Þrítugur bandarískur karlmaður og 26 ára tyrknesk kona gengust einnig undir samskonar aðgerðir. Karlmaðurinn dó rúmum fjórum mánuðum eftir aðgerðina. Konan er enn á lífi, en þarf enn að vera undir stöðugu eftirliti lækna, þrátt fyrir að tvö ár séu liðin frá aðgerðinni.

Sóttu ekki um leyfi siðanefndar

Þegar nýjar og óreyndar aðgerðir eru gerðar á fólki þurfa læknar að hafa hugann við fagleg vinnubrögð siðferðislega séð. Til þess að mega birta niðurstöður rannsókna tengdum slíkum aðgerðum þurfa læknar í Svíþjóð að hafa fengið leyfi fyrir aðgerðunum frá sérstakri siðanefnd sænska heilbrigðiseftirlitsins. Meðal annars metur nefndin þá nýju þekkingu sem gæti skapast út frá þeirri áhættu sem felst í aðgerðunum fyrir sjúklingana.

Macchiarini og teymi hans birti rannsókn og lýsingar á gervibarka-aðgerðunum í hinu virta fagriti The Lancet, þrátt fyrir að hafa aldrei fengið tilskilin leyfi frá siðanefndinni eða einu sinni sótt um þau.

Formaður siðanefndarinnar, Eva Lind Sheet segir ljóst að regluverkið hafi brugðist í þessu tilfelli.

Í svari við fyrirspurn SVT segja forsvarsmenn Karolinska að ígræðslurnar hafi verið gerðar til þess að reyna að bjarga lífi sjúklinganna og að ekki hafi verið litið á þær sem rannsóknir. Því trúi sjúkrahúsið að ekki hafi verið þörf á leyfi siðanefndarinnar. Málið er þó enn til rannsóknar hjá heilbrigðisyfirvöldum.

Ofurskurðlæknirinn

Læknirinn Paolo Macchiarini er gjarnan kallaður ofurskurðlæknirinn, samkvæmt frétt SVT. Hann var fenginn sérstaklega til Karolinska til þess að þróa gervilíffæri. Hann er sagður frumkvöðull í rannsóknum á stofnfrumum og öðlaðist frægð um allan heim fyrir að framkvæma svipaða aðgerð fyrir framan myndavélar í Bandaríkjunum, á tveggja ára stúlku frá Suður-Kóreu árið 2013. Stúlkan lést tveimur mánuðum eftir aðgerðina. Þrátt fyrir dauðsföllin og skort á leyfi siðanefndar virðast læknar þó sammála um að gervibarkinn virki, jafnvel í tilfelli stúlkubarnsins.

Uppfært 18:30
Upprunalega stóð að námsmaðurinn sem fjallað er um hafi verið Íslendingur en hann mun hafa verið Erítreumaður, búsettur á Íslandi og í námi við Háskóla Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Rafmagnslaust fyrir austan

Í gær, 23:44 Rafmagnslaust er á Egilsstöðum og Héraði. Að sögn fréttaritara mbl.is á Egilsstöðum er þar allt svart. Einu ljósin sem sjást eru frá flugvellinum og sjúkrahúsinu en gera má ráð fyrir að í þeim tilvikum sé keyrt á varaafli. Meira »

Kaup og viðgerðir kosta 7.516 milljónir

Í gær, 23:09 Það mun kosta Orkuveitu Reykjavíkur 7.516 milljónir króna, sjö og hálfan milljarð, að kaupa og lagfæra höfuðstöðvar félagsins. Þetta kemur fram í minnisblaði fjármálstjóra Reykjavíkurborgar sem lagt var fyrir borgarráð í dag. Meira »

Nokkrir bílar út af við Bólstaðarhlíð

Í gær, 21:50 Flutningabifreið með tengivagn valt út af veginum í Bólstaðarhlíðarbrekku nú í kvöld. Ökumanninn sakar ekki, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Í það minnsta tveir aðrir bílar hafa farið út af veginum í brekkunni og þar eru fleiri bílar í vandræðum. Meira »

Norðanhvassviðri og éljagangur

Í gær, 21:11 Veðurstofan vekur athygli á því að appelsínugul og gul viðvörun er í gildi víða um land og gilda þær fram eftir föstudegi. Snjókoma eða slydda er á norðanverðu landinu og er vegum víða um land lokað vegna slæmrar færðar og veðurs. Meira »

„Hvenær missir forsetinn þolinmæðina?“

Í gær, 20:45 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, veltir því fyrir sér á Facebook-síðu sinni í dag hvers vegna fulltrúar flokkanna sem hafa tekið þátt í báðum stjórnarmyndunarviðræðum eftir kosningar gefi sér mun lengri tíma núna en þegar stjórnarandstöðuflokkarnir fengu umboðið. Meira »

„Búið að vera gaman allan tímann“

Í gær, 20:30 Söngleikurinn Móglí verður frumsýndur í Borgarnesi á morgun í tilefni af 50 ára afmæli Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Um 50 börn og fullorðnir sem hafa æft síðan í ágúst taka þátt í sýningunni. Halldóra Rósa Björnsdóttir leikkona leikstýrir verkinu. Meira »

Sagði Svein saklausan og á flótta

Í gær, 19:07 Þorgils Þorgilsson, verjandi í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni, sagði við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að málið væri að mörgu leyti margslungið. Hann sagði að frá upphafi hafi lögreglan haft þá óra að um handrukkun hafi verið að ræða. Meira »

Ítölsk hjartahlýja við Laugaveg

Í gær, 19:59 Á bakka í glerborði liggja bústnar og ávalar kryddpylsur. Þær fá félagsskap af handlöguðu pasta sem er sérinnflutt frá Ítalíu og vel þroskuðum osti sem er kominn langt fram á leikskólaaldur. Meira »

Forsetaframbjóðandi á Bessastöðum

Í gær, 18:50 „Við hjónin hittumst og áttum gott spjall um lífið og tilveruna og hin ýmsu mál samfélagins,“ segir Halla Tómasdóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Meira »

Holtavörðuheiði lokuð í dag

Í gær, 18:22 Aðgerðum lögreglu er lokið á Holtavörðuheiði en þrír slösuðust þar fyrr í dag þegar sjö bílar lentu í árekstri. Þeir sem slösuðust voru fluttir á sjúkra­húsið á Akra­nesi eða á heilsu­gæslu­stöðina í Borg­ar­nesi en ekki er talið að meiðsli þeirra séu alvarleg. Meira »

Hafa upplýsingar um fleiri tilfelli

Í gær, 18:01 „Þetta er umfangsmikið mál,“ sagði Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi og yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Karl og kona voru í gær úrskurðuð í gæsluvarðhald til 6. desember vegna rannsóknar á umfangsmikilli vændisstarfssemi. Meira »

Svikahrappar senda fölsk fyrirmæli

Í gær, 17:08 Landsbankinn varar á heimasíðu sinni við svikahröppum sem senda út falska tölvupósta. Fram kemur í frétt á vef bankans að hrapparnir sendi fölsk fyrirmæli til starfsfólks fyrirtækja um að millifæra fé á erlenda bankareiknina. Á þessu hefur borið undanfarna daga. Meira »

„Þetta voru ákaflega vímaðir menn“

Í gær, 16:37 Mönnunum tveimur sem réðust á fimm ára barn í aftursæti bifreiðar við gatnamót Laugavegs og Snorrabrautar síðdegis í gær hefur verið sleppt. Þeir voru yfirheyrðir í dag en ekki þótti ástæða til að krefjast þess að þeir yrðu hnepptir í gæsluvarðhald. Meira »

„Voru þetta mistök hjá höfundunum?“

Í gær, 16:07 „Voru þetta mistök hjá höfundum þessa frumvarps eða eru þar embættismenn að verki sem bera litla virðingu fyrir iðnnámi eða líta það hornauga sem óæðra nám en háskólanám?“ spyr Níels Sigurður Olgeirsson, formaður MATVÍS, í yfirlýsingu til fjölmiðla. Meira »

Sýknaður í 80 milljóna kr. fjárdráttarmáli

Í gær, 15:45 Hæstiréttur hefur sýknað mann sem var dæmdur í 9 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir fjárdrátt, en hann var sakaður um að hafa dregið að sér 79 milljónir króna úr einkahlutafélagi sem hann átti helmingshlut í. Meira »

Snjónum kyngir niður á Hólum

Í gær, 16:17 Snjóþungt er á Hólum í Hjaltadal en allt skólahald þar var fellt niður í dag vegna veðurs, eins og víðar í nágrenninu. Éljagangur og mikill vindur er nú í Skagafirði og ýmsir vegir illfærir. Meira »

Þingið álykti um landsdómsmálið

Í gær, 15:46 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu á komandi þingi þess efnis að rangt hafi verið að ákæra Geir H. Haarde. Þetta upplýsir hann í pistli á heimasíðu sinni. Meira »

Ræningjunum sleppt úr haldi

Í gær, 15:39 Þremenningunum, sem réðust á mann á sjötugsaldri á heimili hans í vesturhluta Kópavogs á þriðjudagskvöld, var sleppt úr haldi lögreglu í gærkvöldi eftir yfirheyrslur. Lögregla mun ekki fara fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum, sem höfðu fartölvu og yfirhafnir með sér úr húsi mannsins. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris.
Með SWAROVSKI kristals skífu, 2ja ára ábyrgð. Sama verð og í heimalandinu 16 til...
Volvo Penta kad 32 til sölu
Er með tvær volvo penta kad 32 170 hp með dp drifum. Vélar í toppstandi árg. 200...
 
Almennt útboð mobile first
Tilboð - útboð
Almennt útboð MOBILE FIR...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...