Skar upp án leyfis

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Virtur skurðlæknir við Karolinska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi hefur framkvæmt þrjár tilraunakenndar líffæraígræðslur án þess að samþykki heilbrigðisyfirvalda liggi fyrir, þar af eina á þar af eina á Erítreumanni, sem er búsettur á Íslandi og í námi við Háskóla Íslands. Að því er fram kemur í frétt SVT um málið eru tveir sjúklinganna látnir og sá þriðji er enn undir gjörgæslu allan sólarhringinn, þrátt fyrir að tvö ár séu liðin frá aðgerðinni.

Aðgerðirnar, sem framkvæmdar voru á árunum 2011 og 2012, hafa verið tilkynntar til yfirstjórnar Karolinska sem og sænska heilbrigðiseftirlitsins.

Mennirnir látnir en konan lifir

Námsmaðurinn sem um ræðir var 36 ára þegar hann flaug til Stokkhólms árið 2011 til þess að vera skorinn upp af ítalska lækninum Paolo Macchiarini. Maðurinn mun hafa verið með stórt æxli við barkann sem myndi leiða til köfnunar yrði ekkert að gert. Macchiarini og teymi hans vann að gerð gervibarka sem meðhöndlaður hafði verið með stofnfrumum. Hluti hins skemmda öndunarvegar var fjarlægður og skipt út fyrir eins konar rör. Sjúklingurinn vaknaði sjálfur, 24 tímum eftir aðgerðina og gat andað sjálfur, án aðstoðar öndunarvélar, fimm dögum eftir aðgerðina.

Haustið 2013 versnaði þó ástand sjúklingsins að nýju og samkvæmt SVT lést hann í janúar á síðasta ári. Teymið á bakvið ígræðsluna segir ígræðsluna þó ekki hafa verið dánarorsök mannsins.

Þrítugur bandarískur karlmaður og 26 ára tyrknesk kona gengust einnig undir samskonar aðgerðir. Karlmaðurinn dó rúmum fjórum mánuðum eftir aðgerðina. Konan er enn á lífi, en þarf enn að vera undir stöðugu eftirliti lækna, þrátt fyrir að tvö ár séu liðin frá aðgerðinni.

Sóttu ekki um leyfi siðanefndar

Þegar nýjar og óreyndar aðgerðir eru gerðar á fólki þurfa læknar að hafa hugann við fagleg vinnubrögð siðferðislega séð. Til þess að mega birta niðurstöður rannsókna tengdum slíkum aðgerðum þurfa læknar í Svíþjóð að hafa fengið leyfi fyrir aðgerðunum frá sérstakri siðanefnd sænska heilbrigðiseftirlitsins. Meðal annars metur nefndin þá nýju þekkingu sem gæti skapast út frá þeirri áhættu sem felst í aðgerðunum fyrir sjúklingana.

Macchiarini og teymi hans birti rannsókn og lýsingar á gervibarka-aðgerðunum í hinu virta fagriti The Lancet, þrátt fyrir að hafa aldrei fengið tilskilin leyfi frá siðanefndinni eða einu sinni sótt um þau.

Formaður siðanefndarinnar, Eva Lind Sheet segir ljóst að regluverkið hafi brugðist í þessu tilfelli.

Í svari við fyrirspurn SVT segja forsvarsmenn Karolinska að ígræðslurnar hafi verið gerðar til þess að reyna að bjarga lífi sjúklinganna og að ekki hafi verið litið á þær sem rannsóknir. Því trúi sjúkrahúsið að ekki hafi verið þörf á leyfi siðanefndarinnar. Málið er þó enn til rannsóknar hjá heilbrigðisyfirvöldum.

Ofurskurðlæknirinn

Læknirinn Paolo Macchiarini er gjarnan kallaður ofurskurðlæknirinn, samkvæmt frétt SVT. Hann var fenginn sérstaklega til Karolinska til þess að þróa gervilíffæri. Hann er sagður frumkvöðull í rannsóknum á stofnfrumum og öðlaðist frægð um allan heim fyrir að framkvæma svipaða aðgerð fyrir framan myndavélar í Bandaríkjunum, á tveggja ára stúlku frá Suður-Kóreu árið 2013. Stúlkan lést tveimur mánuðum eftir aðgerðina. Þrátt fyrir dauðsföllin og skort á leyfi siðanefndar virðast læknar þó sammála um að gervibarkinn virki, jafnvel í tilfelli stúlkubarnsins.

Uppfært 18:30
Upprunalega stóð að námsmaðurinn sem fjallað er um hafi verið Íslendingur en hann mun hafa verið Erítreumaður, búsettur á Íslandi og í námi við Háskóla Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þyrlan sótti veikan sjómann

20:32 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjómann í dag á fiskiskipi hjá ströndum Norðurlands. Samkvæmt upplýsingum frá gæslunni fór þyrlan í loftið um fimmleytið og lenti þremur klukkutímum síðar, um áttaleytið, hjá Landspítalanum. Meira »

Býr til líkjör úr íslenskri mjólk

20:30 „Ég er bara búinn að vera að dunda mér við þetta í eldhúsinu heima,“ segir Pétur Pétursson, en hann hefur verið að þróa íslenskan mjólkurlíkjör sem unninn er úr rjómablandi og alkóhóli úr mysu. Meira »

27,7 stig – hitamet sumarsins slegið

19:15 Hitamet sumarsins féll í dag, þegar 27,7 gráður mældust á Végeirsstöðum í Fnjóskadal. Hiti hefur ekki mælst jafnhár frá því árið 2012, þegar hann mældist 28 gráður. Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur á vakt, segir veður verða áfram með svipuðu móti á morgun en svo fari það kólnandi. Meira »

Segja dauðann bíða sín í heimalandinu

19:00 „Ég er dauður maður ef ég fer aftur til Nígeríu. En þetta snýst ekki um mig heldur dóttur mína. Ég vil að hún fái tækifæri á betra lífi,“ segir Sunday Iserien, nígerískur hælisleitandi sem hefur búið hér á landi ásamt eiginkonu sinni og dóttur í eitt og hálft ár, en verður á næstunni vísað úr landi. Meira »

Kökur gleðja og kalla fram bros

18:47 Karen Kjartansdóttir, sem er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir að mennt, vinnur á næturvöktum á Landakoti og á frí aðra hverja viku. Þá situr hún ekki auðum höndum heldur bakar kökur, sem hún skreytir af hjartans lyst og gefur stundum samstarfsfólki sínu að smakka. Meira »

Miklar umferðatafir á Suðurlandsvegi

18:15 „Þetta getur ekki annað en farið í vitleysu,“ segir varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi um miklar umferðatafirnar sem nú eru á Suðurlandsvegi milli Hveragerðis og Selfoss. Mikið hafi verið kvartað undan þungri umferð. Meira »

Malbikað á Keflavíkurflugvelli (myndir) myndasyrpa

17:45 Umfangsmiklar framkvæmdir standa nú yfir á flugbrautum á Keflavíkurflugvelli þar sem verið er að malbika báðar flugbrautirnar, leggja nýjar flýtireinar sem munu gera það að verkum að brautirnar nýtast enn betur, skipta út öllum raflögnum og flugbrautarljósum fyrir ljós sem nota mun minni orku. Meira »

Stærsta sumar í komu skemmtiferðaskipa

17:55 Tæplega sex þúsund manns komu til Reykjavíkur með skemmtiferðaskipum í dag. Er þetta mesti fjöldi gesta í sumar til þessa og stærsta sumarið í komu skemmtiferðaskipa. Í fyrra komu tæplega 99 þúsund farþegar með skemmtiferðaskipum, en í ár eru þeir rúmlega 127 þúsund. Meira »

Vinna hörðum höndum að því að laga hallann

17:32 „Við erum, stjórnin og starfsfólkið, að vinna að því að rétta af hallann,“ segir Stefán Hrafn Jónsson, varaformaður Neytendasamtakanna, í samtali við mbl.is. Neytendasamtökin settu tilkynningu á vef sinn í dag þar sem fram kemur að starfsemi samtakanna muni halda áfram með óbreyttu sniði. Meira »

Skrautleg smáfluga uppgötvuð í Surtsey

17:18 Í leiðangri sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar Íslands til Surtseyjar fönguðu skordýrafræðingar skrautlega smáflugu sem ekki hefur fundist hér á landi áður. Einnig hefur grávíðir bæst á flórulista eyjarinnar. Meira »

Sjö þúsund tonna múrinn rofinn

17:08 Strandveiðibátar hafa rofið 7.000 tonna aflamúrinn. Mestur er aflinn á svæði A en minnstur á svæði D. Meðfylgjandi tafla sýnir stöðu veiðanna eins og hún var á fimmtudag. Meira »

„Íslendingar allir eiga þessa náttúruperlu“

16:27 „Það er gleðidagur í dag,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, í samtali við mbl.is en í dag undirritaði hún reglugerð sem felur í sér friðlýsingu Jökulsárlóns. Meira »

Töskur 200 skáta týndust

16:05 Töluverð óvissa skapaðist í dag hjá hátt í tvö hundruð skátum á alþjóðlega skátamótinu World Scout Moot sem enn áttu eftir að fá farangur sinn afhentan. Útilegur vítt og breitt um landið hófust í dag, en þar sem útilegubúnaður skátanna er í töskunum var erfitt fyrir þá að fara af stað í ferðirnar. Meira »

Litast áfram um eftir Begades

15:28 Georgíumaðurinn Nika Begades sem féll í Gullfoss í síðustu viku hefur ekki enn fundist. Formlegri leit að honum var hætt um sinn á laugardaginn var og segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, að framhaldið verði skoðað einhverntímann í næstu viku. Meira »

Berlínarmúrsbrotið verði málað á ný

15:20 Brotið úr Berlín­ar­múrn­um, sem stend­ur skammt frá Höfða, er nú í endurgerð. Upprunalega verkið hefur verið fjarlægt og brotið grunnað. Listamaður verksins er á leiðinni til landsins til að mála það á ný, með íslenska veðráttu frekar í huga. Meira »

Skátakunnáttan nýtist víða

15:36 Skátamótið World Scout Moot var sett í troðfullri Laugardalshöll í morgun og óhætt er að segja að stemningin hafi verið frábær. mbl.is var á staðnum og ræddi við nokkra skáta, þar á meðal var öldungurinn Michael sem segir skáta vera áberandi í ríkisstjórn Donalds Trumps. Meira »

Liggja milljarðar við strendur Íslands?

15:22 Hópur breskra fjársjóðsleitarmanna hefur fundið kistu í þýska flakinu Minden, sem sökk suður af Íslandi árið 1939, sem gæti innihaldið nasistagull að andvirði hundrað milljónir punda eða hátt í fjórtán milljarða króna. Þessu heldur breski miðillinn Mail Online fram. Meira »

Inga Sæland ætlar í borgarmálin

14:58 Flokkur fólksins meira en tvöfaldaði fylgi sitt á sléttum mánuði í könnum MMR og mælist nú með 6,1 prósents fylgi. Niðurstöður nýrrar könnunar voru birtar í morgun. Flokkurinn er þannig orðinn stærri en Viðreisn og Björt framtíð og sjötti stærsti flokkur landsins á eftir Framsóknarflokknum. Meira »
TIL SÖLU
Til sölu Victor Reader hljóðbókaspilari NOTAÐUR. Verð 20.000 nýr kostar um 70....
Toyota Avensis 2014 ek 36000 km
Toyota Avensis, skráður 10/2014 en aðeins ekinn 36000 km, 1800cc sjálfskiptur, ...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
EZ Detect prófið fyrir ristilkrabbameini
Ez Detect prófblað er hent í salernið eftir hægðir. Ósýnilegt blóð veldur ...
 
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...