Sólinni fagnað á Ísafirði

Matthildur Helgadóttir Jónudóttir kynningarstjóri í Edinborgarhúsinu sporðrennir pönnuköku.
Matthildur Helgadóttir Jónudóttir kynningarstjóri í Edinborgarhúsinu sporðrennir pönnuköku. Ljósmynd/Sigurjón J. Sigurðsson

Ísfirðingar fögnuðu því í gær að hnattstaða jarðar veldur því að sólin getur nú kíkt yfir fjallgarðinn sem umlykur bæinn í fyrsta skipti í um tvo mánuði.

Hún lét að vísu ekki á sér kræla heldur faldi sig á bakvið skýjahulu en engu að síður gerðu heimamenn sér glaðan dag í Sólarkaffi í Edinborgarhúsinu og nutu veitinga. Kvenfélagið Sýn á Ísafirði og Kvenfélagið Hvöt í Hnífsdal bökuðu og seldu pönnukökur.

Í hugum Ísfirðinga þykir það marka sérstök tímamót þegar sólin skín á Sólgötu sem er efsta gatan á eyrinni en öll meginumferð á staðnum fer um götuna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert