Stolið úr búningsklefum

mbl.is/Júlíus

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gærkvöldi um að farið hefði verið inn í tvo búningsklefa og munum stolið úr þeim. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu berast ítrekað tilkynningar um þjófnað úr búningsklefum og gefur það til kynna að fólki finnist munir sínir öruggari en þeir eru.

„Íþróttaviðburðir eru oft á tíðum stórir og margmenni á staðnum. Mikil umferð er um ganga og klefa vettvangsins og því erfitt að henda reiður á hverjir eiga þar heima og hverjir ekki. Mikilvægt er fyrir börn sem fullorðna að geyma ekki verðmæti í opnum búningsklefum því óprúttnir aðilar svífast einskis og leita oft í slíka atburði þar sem auðvelt er að fara inn í búningsklefa. Betra er að geyma munina á öruggum stað því þessi mál eru erfið rannsóknar og oft ómögulegt að finna hver var að verki,“ segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert