Tilraunir með stofnfrumur

Stofnfrumugjafi í Blóðbankanum
Stofnfrumugjafi í Blóðbankanum mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Um 1.200 eru á skrá Blóðbankans yfir stofnfrumugjafa hér á landi og átta Íslendingar hafa farið úr landi undanfarin ár til að gefa stofnfrumur, en þörf er á því að fleiri skrái sig sem gjafa.

Í Blóðbankanum eru gerðar tilraunir með stofnfrumur, sem tengjast m.a. því að smíða líffæri. Ólafur Eysteinn Sigurjónson, forstöðumaður rannsókna og nýsköpunar þar, segir að ýmsar goðsagnir séu á kreiki um lækningamátt stofnfrumna.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur meðal annars fram, að allir skráðir stofnfrumugjafar hér á landi koma úr röðum blóðgjafa Blóðbankans. Er skilyrði að þeir hafi gefið blóð a.m.k. fimm sinnum og séu á aldrinum 18-40 ára þegar þeir eru skráðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert