Vinnureglur lögreglu verði aðgengilegar

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á Alþingi.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á Alþingi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hóf sérstaka umræðu um vopnaburð og valdbeitingarheimildir lögreglu nú eftir hádegi og gagnrýndi hann að vinnureglur lögreglu, settar af ráðherra, væru ekki aðgengilegar. 

Hóf hann mál sitt með því að lesa þriðju grein vopnalaga: Lög þessi gilda ekki um vopn, tæki og efni skv. 1. og 2. gr. sem eru í eigu Landhelgisgæslu, lögreglu, fangelsa eða erlendra lögreglumanna eða öryggisvarða sem starfa undir stjórn lögreglu. Ráðherra setur um þau sérstakar reglur

„Sjálfur hef ég einu sinni borið þær augum,“ sagði Helgi Hrafn.

Sagði hann einnig að lögreglumenn gætu ekki borið af sér sakir þar sem ekki megi gefa upp efni reglnanna. Vitnaði hann meðal annars í Hraunbæjarmálið þar sem lögregla skaut íbúa til bana. „Okkur er sagt að farið hafi verið eftir reglum,“ sagði Helgi Hrafn og sagði jafnframt að hann hefði ekki kost á að sannreyna það þar sem reglurnar séu ekki til staðar.

Þá rifjaði hann upp vopnin sem bárust Landhelgisgæslunni frá Norðmönnum á síðata ári og sagði hann að málið hefði einkennst af óljósum og misvísandi svörum frá stjórnsýslunni. Málinu hefði lokið með klaufalegri niðurstöðu vegna ágreining um hverjir ættu að greiða fyrir vopnin.

„Eftir standa veigamestu spurningarnar,“ sagði Helgi. „Hvaða vopn þarf lögregla, hversu mikið, hverra tegunda, undir hvaða kringumstæðum á að beita þeim...“

Helgi Hrafn sagði einnig að fyrsta skrefið væri „að afnema þá leynd sem hvílir yfir valdbeitingu lögreglu“. Lagði hann til að þjóðin hafi rétt á að þekkja reglurnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert