60% veikindaforföll

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Sjöundubekkingar í Flataskóla liggja margir í rúminu þessa dagana, en 60% tilkynntu sig veika í gær.

Ólöf Sigurðardóttir, skólastjóri Flataskóla, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að krakkarnir í sjöunda bekk hefðu verið í skólabúðum á Reykjum í Hrútafirði í fimm daga í síðustu viku, og þegar þau komu til baka á föstudag hafi sum verið orðin lasin, ýmist með hálsbólgu eða einhverja flensu.

Ólöf leggur áherslu á að veikindin hafi ekki haft neitt að gera með aðbúnaðinn í skólabúðunum – hann hafi verið til fyrirmyndar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert