Án réttinda og yfir á rauðu

mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Lögregla stöðvaði bifreið á Suðurlandsbraut á áttunda tímanum í gærkvöldi, en ökumaður var grunaður um að aka yfir á rauðu ljósi. Kom í ljós að ökumaðurinn var án réttinda og bifreiðin ótryggð. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu var skráninganúmer klippt af bifreiðinni.

Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var bifreið stöðvuð á Kringlumýrabraut við N1 í Fossvogi eftir hraðamælingu. Mældist bifreiðin á 138 kílómetra hraða á klukkustund þar sem leyfður hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert