Flughált á Öxnadals- og Holtavörðuheiði

Frá Öxnadalsheiði.
Frá Öxnadalsheiði. mbl.is/Gúna

Flughált er á Öxnadalsheiði samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Er þar jafnframt hvasst, eða um 19 metrar á sekúndu. Snjóþekja og hálka er á veginum á milli Blönduósar og Varmahlíðar. Jafnframt er flughált á Holtavörðuheiði og 16 metrar á sekúndu. 

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er Reykjanesbrautin greiðfær en hálka á Hellisheiði. Eru jafnframt hálkublettir á Mosfellsheiði og á vegunum við Laugarás og Flúðir.

Hált er í kringum Laugavatn og við veginn í kringum Kirkjubæjarklaustur. Krap og snjóþekja er jafnframt á veginum að Höfn í Hornafirði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert