Laun sérfræðinga lægri hér á landi

Munurinn á dagvinnulaunum á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum er …
Munurinn á dagvinnulaunum á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum er mun minni meðal tekjuhærri hópanna en hjá tekjulægri hópunum. mbl.is/RAX

Munurinn á dagvinnulaunum á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum er mun minni meðal tekjuhærri hópanna en hjá tekjulægri hópunum. Þá eru dagvinnulaun stjórnenda á Íslandi 5% hærri en að meðaltali hjá hinum Norðurlöndum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ.

„Mikið hefur verið fjallað að undanförnu um laun á Íslandi í samanburði við kjör launafólks á hinum Norðurlöndunum, en lítið hefur verið um haldbærar upplýsingar um hver þessi munur er.

Undanfarin ár hafa hagstofur innan ESB og EES landanna unnið að samræmingu hagskýrslugerðar um laun og tekjur einstakra starfsstétta. Því er orðið mun auðveldara að bera saman laun eftir starfsstéttum en áður var. Í þessari úttekt er litið til reglulegra dagvinnulauna á almennum vinnumarkaði á Norðurlöndunum árið 2013.

Dagvinnulaun sérfræðinga eru um 3-5% lægri hér á landi en í  hinum löndunum, hæst eru laun sérfræðinga í Noregi en lægst í Svíþjóð.  Mestur munur á dagvinnulaunum er hins vegar gagnvart verkafólki og þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólki.  Hér á landi eru dagvinnulaun verkafólks allt að 30% lægri en að meðaltali á hinum Norðurlöndunum,“ segir í tilkynningunni.

Hér má lesa nánar um málið. 

Heimild: Hagstofa Íslands, Danmarks Statistik, Statistiska centralbyrån, Sverige, Statistisk centralbyrå, …
Heimild: Hagstofa Íslands, Danmarks Statistik, Statistiska centralbyrån, Sverige, Statistisk centralbyrå, Norge, Statistikcentrale, Finland og skattstofur þessara landa. Eigin útreikningar ASÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert