Olli misskilningi og tortryggni

Ólafur Ólafsson, sem var hluthafi í Kaupþingi, var dæmdur í ...
Ólafur Ólafsson, sem var hluthafi í Kaupþingi, var dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þórður Arnar Þórðarson

Uppbygging viðskipta Kaupþings og sjeiks Mohameds al-Thani með hlut í bankanum olli misskilningi og tortryggni hjá héraðsdómi og ákæruvaldinu. Sérstakur saksóknari hefur átt þátt í að viðhalda þeirri tortryggni með gildishlöðnu orðavali. Þetta sagði verjandi Ólafs Ólafssonar í Hæstarétti í morgun.

Munnlegur málflutningur um Al-Thani-málið svonefnda hélt áfram í Hæstarétti í morgun. Sakborningar eru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Ólafur Ólafsson, sem var á meðal stærstu hluthafa bankans. Þeir voru allir viðstaddir málflutninginn í dag, en þeir hlutu allir þunga dóma í héraðsdómi.

Ákært var fyrir lánveitingar tengdar viðskiptum sjeiksins al-Thani við Kaupþing í september 2008 og svo fyrir að láta ranglega líta út að sjeikinn hafi verið í viðskiptunum við Kaupþing.

Reikult vitni með persónulega hagsmuni af niðurstöðu málsins

Viðskipti sjeiks Mohameds al-Thani og Kaupþings með hlutabréf í bankanum voru ef til vill óvenjuleg en það þarf ekki að þýða að þau hafi verið flóknari en leikendur í þeim hafa greint frá, sagði Þórólfur Jónsson, verjandi Ólafs. Einu gögnin um að umbjóðandi hans hafi haft hagnað af viðskiptunum séu framburður eins vitnis sem hafi verið reikull, óstöðugur og það hafi átt ríka persónulega hagsmuni af niðurstöðu málsins.

Lýsti verjandinn aðkomu Ólafs að viðskiptunum en hann var í vinskap við al-Thani. Hafði hann millgöngu um kaup sjeiksins á hlut í Kaupþingi að beiðni Hreiðars Más. Fjárfestingarfélag Ólafs hafði millgöngu um lánveitingu til sjeiksins vegna kaupanna vegna þess að Hreiðar Már taldi það bestu leiðina til að fá viðskiptin samþykkt hratt og örugglega. Aðkoma félags Ólafs hafi verið til skamms tíma en til stóð að samið yrðu um lánið að nýju eftir þrjá mánuði og þá yrði lánið tryggt með veði í fasteignum al-Thani.

Gildishlaðið orðaval um „sýndarviðskipti“ og „glansmynd“

Ólafur átti aldrei að hafa hagnað af viðskiptunum og framburður sakborninga hafi verið staðfastur hvað það varðaði. Þó að viðskiptin hafi virst óvenjuleg þá þýði það ekki að þau hafi verið flóknari en ákærði hafi lýst. Með öllu séð ósannað að Ólafur hafi hagnast á viðskiptunum. Hann hafi talið sig vera að liðsinna bankanum til góðra verka.

Viðskiptin hafi valdið misskilningi og tortryggni hjá héraðsómi og ákæruvaldinu. Sérstakur saksóknari hafi átt þátt í að viðhaldi henni með gildishlöðnu orðavali um „sýndarviðskipti“ og „glansmynd“.

Þá tók verjandi Ólafs undir málflutning verjenda Hreiðars Más og Sigurðar í gær í ýmsum atriðum. Brotið hafi verið á mannréttindum Ólafs með takmörkunum á aðgengi að gögnum og þá hafi embætti sérstaks saksóknara stuðlað að því að lykilvitnið, sjeik al-Thani, kæmi ekki fyrir dóminn til að gefa skýrslu. Verjendur hafi því ekki haft tækifæri til að spyrja þá annarra spurninga en ákæruvaldið hafi spurt þá í viðtölum við rannsókn málsins.

Krafðist Þórólfur þess að Ólafur yrði sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kaupa rakaskemmdar höfuðstöðvar

18:46 Orkuveitan hefur keypt aftur höfuðstöðvar sínar á Bæjarhálsi 1 af fasteignafélaginu Foss. Kaupverð er fimm og hálfur milljarður en um þriðjungur húsanna er stórskemmdur af raka. Meira »

Veður getur hamlað eftirliti

18:14 Slæm veðurspá getur sett strik í reikninginn þegar kemur að eftirliti með Öræfajökli næstu dagana. Tveir menn á vegum Veðurstofu Íslands héldu af stað austur að jökli um miðjan dag, með það fyrir augum að taka sýni úr ám sem renna undan jöklinum. Meira »

Keyrði inn í Hagkaup á Eiðistorgi

18:10 Óhapp varð nú síðdegis þegar eldri kona missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún keyrði inn í verslun Hagkaupa á Seltjarnarnesi. Meira »

Telur hægt að útiloka sekt Thomasar

17:50 Munnlegur málflutningur fór í dag fram í máli Thomasar Møller Olsen gegn íslenska ríkinu, þar sem verjandi Thomasar fór fram á að dómkvaddur matsmaður, „hæfur og óvilhallur“, yrði fenginn til að leggja mat á hvar Birnu Brjánsdóttur var komið fyrir, með það fyrir augum að útiloka sekt hans. Meira »

Vilja ná 80% vefsíðna í loftið í dag

17:38 Um 60% af þeim vefsíðum sem eru í hýsingu hjá fyrirtækinu 1984, sem lenti í kerfishruni síðasta miðvikudag, eru komnar upp aftur. Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir í samtali við mbl.is að gert sé ráð fyrir að ná upp allt að 80% síðnanna í dag. Meira »

Áfram í varðhaldi grunaður um peningaþvætti

17:14 Hæstirétt­ur staðfesti í dag að níg­er­ísk­ur karl­maður skuli áfram sæta gæslu­v­arðhaldi vegna gruns um pen­ingaþvætti. Varnaraðili hafði kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því fyrir helgi en þar segir að manninum sé gert að sæta gæsluvarðhaldi til 14. desember. Meira »

Siglufjarðarvegur lokaður vegna snjóflóðs

16:35 Siglufjarðarvegur er lokaður um óákveðinn tíma vegna snjóflóðs sem féll skammt vestan Strákaganga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Snjókoma er á Norðausturlandi og þungskýjað. Meira »

Kvennaathvarfið hlaut viðurkenningu Barnaheilla

16:50 Kvennaathvarfið hlaut í dag viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2017 fyrir að beina sjónum sínum í auknum mæli að þörfum og réttindum barna sem í athvarfinu búa hverju sinni. Meira »

Mikil svifryksmengun í höfuðborginni

16:18 Styrk­ur svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs er hár við helstu um­ferðargöt­ur borg­ar­inn­ar sam­kvæmt mæl­ing­um við Grens­ás­veg og færanlegum mælistöðvum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur við Eiríksgötu 2 og Hringbraut 26. Meira »

„Mjög alvarlegt brot“ á Grensásvegi 12

16:15 „Við höfum fengið viðbrögð en þau hafa verið algjörlega ófullnægjandi. Við gerum bara ráð fyrir því að þeir séu að vinna í sínum málum og vinna að úrbótum. Bannið nær ekki yfir að úrbætur séu gerðar á vinnustað,“ segir Björn Þór Rögnvaldsson, lögfræðingur hjá Vinnueftirlitinu. Meira »

Bíllinn gjörónýtur eftir slysið

15:22 Búið er að opna fyrir umferð á nýjan leik eftir alvarlegt umferðaslys sem varð á gatnamótum Grafningsvegar og Biskupstungnabrautar. Meira »

Vinnustöðvun gegn Primera ólögmæt

15:22 Ótímabundnu verkfalli flugliða um borð í flugvélum Primera Air, sem átti að hefjast 15. september en var frestað og var áformað 24. nóvember, er ólögmætt. Þetta er niðurstaða félagsdóms frá því í dag. Meira »

Tók vörur fyrir meira en hálfa milljón

15:03 Tryggvi Geir Magnússon var dreginn út í leiknum 100,5 sekúndur í ELKO og fékk hann tækifæri í morgun til að ná sér í sem flestar vörur í ELKO á 100,5 sekúndum Meira »

Fær 15 daga til að yfirgefa landið

14:48 Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja Chuong Le Bui, kokkanema frá Víetnam, um dvalarleyfi hér á landi. Henni hafa verið gefnir fimmtán dagar til að yfirgefa landið. Meira »

Hlaut minniháttar meiðsl eftir bílveltu

13:00 Bílvelta varð á Hafnavegi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær. Ökumaðurinn missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún fór nokkrar veltur utan vegar. Maðurinn slapp með lítil meiðsl en var fluttur með sjúkrabifreið undir læknishendur. Meira »

Fastagestirnir eru óþreyjufullir

14:58 „Það er pressa; það eru náttúrlega margir búnir að nota innilaugina daglega í tugi ára,“ segir Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Sundhallarinnar í Reykjavík, en laugin hefur verið lokuð frá því í júní og því hafa fastagestir þurft að leita annað á meðan. Meira »

„Norðrið dregur sífellt fleiri að“

13:42 Meðal þess sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fór yfir í ræðu sinni á Hringborði norðurslóða, sem hófst í Edinborg í Skotlandi í dag, voru þær breytingar sem orðið hafa í norðrinu á undanliðnum áratugum og orðið til bættra lífshátta og aukinnar velmegunar. Meira »

Þrír fluttir á Landspítalann

12:36 Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar af vettvangi eftir umferðarslyss á Biskupstungnabraut. Einn þeirra er alvarlega slasaður. Lögreglan á Suðurlandi stýrir umferð um Biskupstungnabraut en veginum var lokað tímabundið vegna slyssins. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Rómversk messubók
Rómversk messubók, aðeins 50 eintök gefin út og þar af flest eintök í vörslu kaþ...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Tek að mér húsaviðhald
Tek að mér ýmiskonar húsaviðhald o.fl. fyrir jólin. Uppl. í síma 847 8704 mannin...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...