Sambandslaust í Eyjafirði

Ljósleiðari
Ljósleiðari Wikipedia

Ljósleiðarastrengur fór í sundur í Eyjafirði í morgun með þeim afleiðingum að næstum allt svæðið norðan Akureyrar - sem tengt er með ljósleiðara - er svo gott sem sambandslaust. Viðgerð stendur yfir og er áætlað að henni ljúki á næstu klukkutímum.

Strengurinn er í eigu Tengi sem stofnað var á Akureyri þann 31. maí 2002 en tilgangur félagsins er fjarskiptarekstur á Eyjafjarðarsvæðinu. Tengir býður allar mögulegar fjarskiptalausnir til bæði fyrirtækja og heimila, svo sem gagnaflutning, Internettengingar, símaþjónustu og sjónvarpsdreifingu.

Þeir sem tengdir eru með ljósleiðara tengis á umræddu svæði komast ekki í samband við internetið auk þess sem sími og sjónvarp virka ekki. Skiptir þá ekki máli hvaða fjarskiptafyrirtæki það sem er viðkomandi skiptir við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert