Þjóðkirkja ekki leidd í lög

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á Alþingi.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á Alþingi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þjóðkirkju skal aldrei í lög leiða heldur skal ríkisvaldið styðja og vernda trúfrelsi á Íslandi,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, við umræður um störf þingsins í dag.

Vísaði hann til þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 en þá var landsmönnum gefinn kostur á að svara því hvort þeir vildu hafa ákvæði um þjóðkirkju í nýrri stjórnarskrá. Spurningin hljómaði svo: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá Íslands verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi.“

Sagði hann einnig að meirihluti hefði viljað hafa ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi í nýrri stjórnarskrá og fara þyrfti eftir vilja meirihlutans. 

Lagði hann þá til að ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá verði á þann hátt sem hann nefndi, að þjóðkirkju skuli aldrei í lög leiða heldur skuli ríkisvaldið styðja og vernda trúfrelsi á Íslandi og sagðist Helgi Hrafn þegar hafa hafið undirbúning að frumvarpi um málið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert