„Einkavæðing Steingríms“ verði rannsökuð

Vigdís Hauksdóttir á Alþingi.
Vigdís Hauksdóttir á Alþingi. mbl.is/Ómar

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vill að upplýst verði með rannsókn á hvaða forsendum Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, stóð að „einkavæðingu bankanna hinna seinni“. Hún hafi verið framkvæmd án aðkomu Alþingis og bankarnir færðir kröfuhöfum „á einni nóttu“.

„Virðulegi forseti, hér ég ekki að ýja að því að hér hafi verið framið lögbrot heldur eru það hagsmunir allra að þessi mál verði skoðuð og rannsökuð til að fá hið rétta í ljós. Og þeirri vinnu kvíði ég ekki sem þingmaður þjóðarinnar,“ sagði Vigdís í umræðu á Alþingi um störf þingsins.

„Einkavæðing háttvirts þingmanns Steingríms J. Sigfússonar, þegar hann var fjármálaráðherra á síðasta kjörtímabili, var framkvæmd án nokkurrar umræðu á Alþingi og án þess að breytingar hefðu verið gerðar á starfsumhverfi bankanna og annnarra fjármálafyrirtækja, eða lögum um fjármálafyrirtæki, í kjölfar hrunsins, breytt. Var þessi ákvörðun tekin án nokkurs faglegs mats, verðmats eða útboðs. Einnig þarf að upplýsa, ef og þegar verður farið í rannsókn á þessari einkavæðingu bankanna hinna seinni, á hvaða forsendum sú ákvörðun sú ákvörðun var tekin að taka vald af Fjármálaeftirlitinu varðandi stofnúrskurði byggða á neyðarlögunnum og yfir í þá ákvörðun að færa valdið til þáverandi fjármálaráðherra sem færði kröfuhöfum bankanna þá á einni nóttu,“ sagði Vigdís. 

„Hvenær gerðist það?“

Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði hvenær íslenska ríkið hefði einkavætt föllnu bankanna, Kaupþing og Glitni. „Hvenær gerðist það?“

„Þetta er algjör þvæla sem hér er haldið fram. Það er bara svo einfalt. Menn tala hér eins ríkið hafi einhverntímann átt þetta. Það var bara aldrei þannig,“ sagði Katrín og krafðist þess að menn verði að skýra sinn málflutning. Geti menn ekki sýnt hvenær þetta hafi átt sér stað þá sé máflutningur þeirra fallinn með öllu.

„Það er hér í bið samþykkt Alþingis um það að rannsókn fari fram á einkavæðingu bankanna frá því í upphafi aldarinnar. Og ég held að það sé lag að menn fari að framfylgja þeirri samþykkt Alþingis og hefji þá rannsókn áður en að menn halda áfram að rannsaka hvað gerðist innan bankakerfisins síðar á öldinni.“

Villandi orðræða

Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði að það væri villandi að tala um að bankarnir hefðu verið einkavæddir. „Þeir voru ekki í eigu ríkisins. Þetta snerist um að endurreisa þrjár bankastofnanir á rústum þeirra sem hrundu, sem voru ekki í eigu ríkisins. Ef ríkið hefði viljað endurreisa þrjá ríkisbanka á þessum grunni, þá hefði ríkið þurft að leggja þeim öllum til eigið fé. En það var ákveðið aðleggja bara einum til eigið fé en fara aðrar leiðir í öðru,“ sagði Guðmundur.

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, til hægri á myndinni.
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, til hægri á myndinni. mbl.is/Ómar
Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert