Engar breytingar í Bárðarbungu

Flogið yfir Bárðarbungu.
Flogið yfir Bárðarbungu. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Engar breytingar er að merkja á virkni í Bárðarbungu síðasta sólarhringinn. Vel sást til gossins á vefmyndavélum í gærkvöld og í morgun.

Stærsti skjálftinn síðan í gærmorgun varð kl. 07:36 í morgun við norðurjaðar Bárðarbunguöskjunnar, 3,5 að stærð, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar.

Við kvikuganginn/gosstöðvar hafa mælst um 10 skjálftar síðasta sólarhringinn. Við Bárðarbungu hafa mælst á fjórða tug skjálfta, og eins og fyrr segir stærstu skjálftar um og uppundir 3,5 að stærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert