Lesa minna, meira á samfélagsmiðlum

Áfram dregur úr lestri bóka meðal ungmenna hér á landi.
Áfram dregur úr lestri bóka meðal ungmenna hér á landi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Svo virðist sem heldur færri ungmenni fari í partí nú en áður. Árið 1997 sögðust 11% stelpna og stráka í 9. og 10. bekk fara í partí, en 3% árið 2014.

Þetta kemur fram í skýrslunni Ungt fólk 2014 en í henni eru niðurstöður rannsóknar meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla á Íslandi árið 2014 með samanburði við árin 2000, 2006, 2009 og 2012. Gagnasöfnun fór fram með spurningalistum í febrúarmánuði 2014.

Unglingar verja meiri tíma heima við fyrir framan skjáinn en minni tíma í aðra afþreyingu líkt og lestur og einnig minni tíma í hefðbundin félagsleg samskipti.

Áfram dregur úr lestri bóka (4 klst. eða meira í hverri viku) meðal nemenda í 9. og 10. Bekk (14%) ef litið er til ársins 2012 (16%). Þá segjast 10% nemenda á höfuðborgarsvæðinu og tæp 11% nemenda á landsbyggðinni horfa á myndbönd eða þætti í fjórar klukkustundir eða meira á dag.

Meira en fjórar klukkustundir á samfélagsmiðlum

Tæp 7% nemenda á höfuðborgarsvæðinu og rúm 6% nemenda á landsbyggðinni segjast spila tölvuleiki á netinu í fjórar klukkustundir eða meira á hverjum degi.

Að sama skapi segjast rúm 14% á höfuðborgarsvæðinu og rúm 15% nemenda á landsbyggðinni verja fjórum klukkustundum eða meira í að vera á samskiptamiðlum á netinu (Facebook, Instagram, Snapchat og fl.) á hverjum degi.

Fjöldi þátttakenda í tónlistarnámi hefur heldur dregist saman frá árinu 2006 en þá sögðust 22% stelpna og stráka í 9. og 10. bekk stunda tónlistarnám, en 17% árið 2014. Þá hefur fjöldi unglinga sem stunda hannyrðir, fatasaum eða fatahönnun heldur dregist saman, var 7% árið 2000 en 2% árið 2014.

Fleiri telja framtíðina vonlausa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert