Lögregla framkvæmdi húsleitir

Tveir ökumenn voru stöðvaðir í gær grunaðir um akstur undir …
Tveir ökumenn voru stöðvaðir í gær grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Lögregla gerði tvær húsleitir á höfuðborgarsvæðinu í gær, í Breiðholti og í Kópavogi. Á báðum stöðum fundust meint fíkniefni og var málið afgreitt með skýrslutöku á vettvangi.

Á ellefta tímanum var ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Samkvæmt tilkynningu lögreglu lagði megna kannabislykt frá bifreiðinni og þá bar ökumaður þess einnig merki að vera undir áhrifum. Hann var laus eftir sýnatöku.

Annar ökumaður var síðan stöðvaður á sjötta tímanum í gær grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Ökumaðurinn var jafnframt ekki með ökuskírteini meðferðis og bifreiðin ekki tryggð. Voru skráningarmerki tekin af bílnum og ökumaðurinn laus að lokinni sýnatöku. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert