Vaxandi norðaustanátt í kvöld

Spáð er stöku éljum í dag og snjókomu með köflum.
Spáð er stöku éljum í dag og snjókomu með köflum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Gert er ráð fyrir suðvestanátt á landinu í dag og 5 til 10 metrum á sekúndu ásamt dálitlum éljum. Verður breytileg átt og stöku él með morgninum en snjókoma með köflum norðan- og norðvestan til. Samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands er spáð vaxandi norðaustanátt í kvöld með hvassvirði eða stormi upp úr miðnætti ásamt snjókomu eða éljum. Verður úrkoma sunnanlands en hvassast norðvestantil. Gert er ráð fyrir frosti, 0 til 8 stigum.

Á morgun er gert ráð fyrir norðan- og norðaustanátt, 13 til 23 metrum sekúndu, hvassast við austurströnd landsins. Jafnframt er spáð snjókomu eða éljum, en þurru á Suðvesturlandi. Verður frost 0 til 5 stig. 

Sjá veðurvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert