Yfir 400 spilarar mæta á Bridshátíð

Frá Bridshátíð 2012.
Frá Bridshátíð 2012. mbl.is/Árni Sæberg

Bridshátíð, sú 34. í röðinni, hefst formlega á Hótel Natura annað kvöld en í kvöld fer þar fram svonefnt stjörnustríð þar sem hitað er upp fyrir aðalmótin.

Yfir 400 keppendur eru skráðir til leiks, bæði íslenskir og erlendir. Í þeim hópi eru þekktir evrópskir og amerískir spilarar, þar á meðal Norðmaðurinn Tor Helness, sem að þessu sinni spilar við son sinn Fredrik, og Zia Mahmood, sem spilar við Bretann Andrew Robson. Þá spilar Hjördís Eyþórsdóttir, sem er núverandi heimsmeistari kvenna í sveitakeppni, við Magnús Ólafsson.

Líklega mun þó Daninn Gus Hansen vekja mesta athygli áhorfenda en hann er einn þekktasti og sigursælasti pókerspilari heims.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert