15 lagst inn á spítala vegna flensu

AFP

Fimmtán einstaklingar hafa lagst inn á Landspítala vegna inflúensu, sem er svipaður fjöldi og á sama tíma í fyrra. Inflúensan breiðist nú nokkuð hratt út í samfélaginu. 

 Tilkynningum, samkvæmt klínísku mati lækna, fer nokkuð hratt fjölgandi samkvæmt upplýsingum frá heilsugæslunni og bráðamóttökum.

Samkvæmt upplýsingum frá veirufræðideild Landspítala er inflúensa A(H3) sá stofn, sem oftast hefur greinst í vetur, en í síðustu viku greindust 15 einstaklingar með inflúensu A(H3). Enginn hefur greinst með inflúensu A(H1) eða inflúensu B Í síðustu viku bárust 57 öndunarfærasýni til greiningar á veirufræðideild Landspítala, sem er svipað vikunni á undan.

Þetta kemur fram á vef Landlæknisembættisins.

Inflúensan á meginlandi Evrópu fer einnig vaxandi, ráðandi stofn í flestum Evrópulöndum er inflúensa A(H3N2), sjá nánar á á vefsíðu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og sóttvarnarstofnunar ESB (ECDC).

Í síðustu viku greindust sex einstaklingar með Respiratory Syncytial Virus (RSV). Alls hafa því 17 einstaklingar greinst með RSV, þar af 15 börn á aldrinum 0 – 2 ára. Í síðustu viku greindust einnig þrír einstaklingar með Human metapneumovirus (hMPv), hún hefur því greinst hjá alls 15 einstaklingum í vetur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert