Ferskir straumar á myrkum dögum

Nútímatónlistarveislan Myrkir músíkdagar á sér stað um þessar mundir í Hörpu en hátíðin hefur verið einn mikilvægasti vettvangur framsækinnar tónlistar á Íslandi frá stofnun hennar. Opnunartónleikar Myrka músíkdaga verða í kvöld þar sem Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur íslensk verk undir stjórn Petri Sakari.

Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Myrkum músíkdögum er jafnan að finna spennandi efnisskrá þar sem íslensk tónlist er í forgrunni en í kvöld verða flutt verk eftir tónskáldin Leif Þórarinsson, Þorkel Sigurbjörnsson og Hilmar Þórðarson. 

Leifur Þórarinsson og Þorkell Sigurbjörnsson eru í hópi íslenskra tónskálda sem með afgerandi hætti settu svip sinn á íslenskt tónlistarlíf á ofanverðri 20. öld. Báðir voru þeir heimsborgarar og báru ferska strauma til landsins, ekki aðeins með tónsmíðum, heldur miðluðu þeir af þekkingu sinni með kennslu og í útvarpi.

Verkið Lupus Chorea eftir Hilmar Þórðarson verður síðasta verkið á dagskrá og verður frumflutt af þessu tilefni.

Alla dagskrá Myrkra musíkdaga er að finna HÉR en hátíðin verður fram á sunnudag í Hörpu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert