Heldur færri skjálftar hafa mælst

Flogið yfir Bárðarbungu.
Flogið yfir Bárðarbungu. mbl.is/RAX

Við Bárðarbungu hafa mælst um 20 jarðskjálftar síðasta sólarhringinn. Það eru heldur færri skjálftar en hafa mælst síðustu sólarhringa. Við kvikuganginn hafa mælst 10 skjálftar.  

Að sögn Veðurstofu Íslands hafa því engar stórvægilegar breytingar orðið á virkni síðasta sólarhringinn.

Stærsti skjálftinn á umbrotasvæðinu varð við norðanverða Bárðarbungu kl. 20:33 í gærkvöld, 4,3 að stærð.

Ágætlega sást til gossins í gærkvöld á vefmyndavélum, og af og til í nótt en ekki nú í morgun sökum skyggnis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert