Loðnuflotinn hrekst í land vegna veðurs

Úr safni.
Úr safni. mbl.is/RAX

Seinni partinn í gær versnaði veðrið mikið á loðnumiðunum og hraktist flotinn því í land. Þetta

<a href="http://svn.is/index.php?option=com_content&amp;view=article&amp;id=689:lodhnuflotinn-hrekst-i-land-vegna-vedhurs&amp;catid=111&amp;Itemid=100103" target="_blank">kemur fram á vef Síldarvinnslunnar</a>

. Þar segir að flottrollsbátar hafi ekki verið að fá merkilegan afla áður en brælan skall á en einhverjir nótabátar voru að kroppa eitthvað. 

Þá kemur fram, að Norðfjarðarhöfn hafi í morgun verið sneisafull af skipum.

Loðnuskipin höfðu komið þangað hvert af öðru með misjafnlega mikinn afla og þar lá einnig flutningaskip sem var að taka frystar afurðir. Lokið var við að landa úr norska bátnum Østerbris sl. nótt en hann landaði rúmlega 900 tonnum til vinnslu í fiskiðjuverinu. 

<span>Í nótt og í morgun komu þangað síðan eftirtalin loðnuskip: Börkur með 2200 tonn, Birtingur með 700 tonn, Beitir með 735 tonn, Bjarni Ólafsson með 580 tonn og vinnsluskipið Hákon með 300 tonn af frystri loðnu auk svipaðs afla sem fer til mjöl- og lýsisframleiðslu.</span>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert