Ræða hvenær já þýðir já

Nei þýðir nei en þýðir já alltaf já?
Nei þýðir nei en þýðir já alltaf já? mbl.is/ Sverrir Vilhelmsson

Fimmtudaginn 5. Febrúar fer fram málþing um samþykki í kynlífi í Hinu Húsinu. Málstofan er hugsuð sem tækifæri fyrir ungt fólk til að ræða mikilvægi þess að fá samþykki fyrir kynlífi, deila reynslu sinni og læra hvert af öðru.

Samþykkishópurinn stendur fyrir uppákomunni en sá hefur beitt sér fyrir aukinni umræðu og meðvitund um mikilvægi samþykkis í kynlífi, samböndum og almennum samskiptum. Hópinum þykir ekki nóg að ræða að „nei þýði nei“ og hefur lagt ríka áherslu á nauðsyn þess að ræða hvenær „já“ þýði „já“.

,,Við höfum öll mismunandi mörk og langanir og besta leiðin til að komast að því hvað hin manneskjan vill er hreinlega að ræða það, en það er eitthvað sem ekki allir hafa lært”, segir Sólveig Rós, meðlimur í samþykkishópnum svokallaða.

Málstofan hefst klukkan 19:30 og er ókeypis og öllum opin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert