Rétturinn til að fá að deyja með reisn

Meðan útfarar er beðið er kista hins látna geymd í ...
Meðan útfarar er beðið er kista hins látna geymd í líkhúsi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Eigum við okkar eigið líf og megum við gera hvað sem er við það? Hvenær og hver ákveður hvort lífið sé þess virði að lifa því eða ekki? Erum við hluti af sköpunarverki almættisins og er það í þess höndum að ráða för um dauða okkar? Þetta eru örfáar þeirra ótal spurninga sem upp koma í tengslum við líknardauða. Siðmennt boðaði til málþings í dag um líknardauða þar sem fjallað var um málefnið frá sjónarhóli heimspekinnar og tvær konur sögðu frá reynslu sinni, en þær eru aðstandendur manna sem völdu að deyja líknardauða.

„Siðmennt á aðild að alþjóðasamtökum húmanista og er öðrum þræði nokkuð heimspekilegt félag þar sem lífsgildin eru meðal annars rædd og hvað felst í því að vera manneskja. Við viljum með þessu málþingi varpa ljósi á og reyna að skilja betur líknardauða, því við höfum fundið að mörgum finnst þetta forvitnilegt og margir hafa ekki endilega mótað sér skoðun en vilja gjarnan skilja betur. Við erum einmitt að koma til móts við það með þessu málþingi,“ segir Jóhann Björnsson, heimspekingur og stjórnarmaður í Siðmennt, en hann var einn af frummælendum málþings sem haldið er í dag á vegum Siðmenntar og heitir: Að deyja með reisn – líknardauði.

Er fólk sjálfrátt gjörða sinna?

„Ég [var] með erindi um líf og dauða frá sjónarhóli heimspekinnar, og í stað þess að predika ákveðið sjónarmið, þá er ég meira að pæla og varpa fram andstæðum sjónarmiðum sem komið hafa fram hjá heimspekingum um þessi mál. Þá getur fólk gripið boltann á lofti og rætt,“ segir Jóhann og tekur dæmi af því hvernig líknardauði kemur sterkt inn á sjálfsákvörðunarrétt fólks. „Margar spurningar vakna sem tengjast þessum rétti, til dæmis spurningin: Á maður sitt eigið líf? Og ef svo er, má maður þá gera hvað sem er við lífið sitt? Eða eru takmarkanir á því? Hvenær og hver ákveður hvort lífið sé þess virði að lifa því eða ekki? Hvernig er það ákveðið? Þetta eru sannarlega ekki einfaldar spurningar og einnig vakna spurningar um það hvort það geti verið að fólk sem kýs þessa leið, í þeim löndum þar sem það er löglegt, sé alveg sjálfrátt gjörða sinna þegar það tekur þessa ákvörðun, eða er það undir þrýstingi frá öðrum? Ótal atriði koma upp sem vert er að ræða.“

Svo fremi sem við sköðum ekki aðra

Jóhann segir að hjá þeim heimspekingum sem tala með líknardauða sé lögð mikil áhersla á sjálfræði einstaklingsins, að við eigum okkar eigið líf og að við getum gert það sem við viljum við það, svo fremi sem við sköðum ekki aðra.

„En í andstæðu sjónarmiði, sem oft er trúarlegs eðlis, þá er sagt að við eigum ekki okkar eigið líf, af því við séum hluti af sköpunarverki almættis og að það sé í höndum almættisins að ráða för um dauðann. Þá er gengið út frá því að við séum eign skaparans.“

Mikil ábyrgð að taka ákvarðanir tengdar líknardauða

Á málþinginu sögðu tvær konur frá reynslu sinni sem aðstandendur þeirra sem valið hafa að deyja líknardauða. Sylviane Pétursson Lecoultre er ekkja krabbameinsveiks manns sem valdi að deyja slíkum dauða árið 2013 í Sviss, en Ingrid Kuhlman er dóttir hollensks manns sem var með þeim fyrstu sem fengu uppfyllta ósk sína um að fá að deyja líknardauða.

„Ég hlakka til að heyra hvað þær hafa að segja, okkur fannst forvitnilegt að það væri fólk búsett á Íslandi sem hefði þessa reynslu og okkur langaði að fá að heyra af því,“ sagði Jóhann í gær.

Jóhann Björnsson.
Jóhann Björnsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Innlent »

Dílum við það sem gerist

08:18 „Í rauninni breytir þetta engu. Við tökum því sem að höndum ber,“ segir Arnór Pálmi Arnarson, leikstjóri Áramótaskaups Sjónvarpsins. Meira »

Augun eins og krækiber

07:57 „Augun eru nú ekki á stærð við krækiber, þó þau líkist þeim í útliti,“ segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur, sem heldur úti Facebook-síðunni „Heimur smádýranna“. Meira »

Parhús fyrir starfsmenn

07:37 Fyrstu parhúsin sem verið er að reisa á Húsavík til að tryggja starfsmönnum kísilverksmiðju PCC á Bakka húsnæði eru langt komin í byggingu í Holtahverfi. Meira »

Eldur kviknaði í bát

06:52 Eldur kom upp í vélarrúmi Bjargeyjar ÍS 41 er verið var að landa úr bátnum í Ísafjarðarhöfn skömmu fyrir sex í morgun. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og varð skipsverjum ekki meint af. Meira »

Um 40 metrar í hviðum

06:45 Veðurstofan varar við hvössu og hviðóttu veðri á Suðausturlandi en í Öræfum gæti meðalvindur náð 25 m/s og í hviðum nærri 40 m/s. Talsverð rigning er austantil á landinu og á köflum mikil rigning á Suðausturlandi og Austfjörðum fram yfir hádegi. Meira »

Stjórnlaus í stigaganginum

05:55 Óskað var eftir aðstoð lögreglu í fjölbýlishús í austurborginni skömmu fyrir klukkan tvö í nótt en var var stúlka í mjög annarlegu ástandi í stigaganginum. Stúlkan var algjörlega stjórnlaus, argaði og lamdi á hurðir íbúa í stigaganginum. Meira »

Eru ekki hætt við áformin

05:30 Silicor Materials er ekki hætt við áform um uppbyggingu kísilverksmiðju á Grundartanga þrátt fyrir að fyrirtækið hafi fallið frá samningum við Faxaflóahafnir um lóð og hafnaraðstöðu. Meira »

Bátsverjar vistaðir í fangaklefa

05:52 Neyðarlínunni barst tilkynning um lítinn bát í einhverjum vandræðum, flautar í sífellu og siglir í hringi, er sagður á móts við Borgartún um klukkan 22 í gærkvöldi. Meira »

Sala á rafbílum eykst mikið

05:30 Um sjötti hver fólksbíll sem seldur var til almennra nota á fyrstu átta mánuðum ársins var að hluta eða öllu leyti knúinn rafmagni. Til samanburðar var hlutfall slíkra bíla samtals 2% sömu mánuði 2014. Meira »

Misjöfn viðbrögð við tillögu

05:30 Forsætisráðherra kynnti í gær minnisblað með tillögum er miða að því að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar fari fram í áföngum á næstu þremur kjörtímabilum. Meira »

Góður gangur í viðræðum

05:30 Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, telur ekki að ríkisstjórnarslitin þurfi að hafa áhrif á yfirstandandi kjaraviðræður félagsins við samninganefnd ríkisins (SNR) um gerð kjarasamnings. Meira »

Tvöfalt fleiri sækja um hæli

05:30 Það sem af er ári hafa 779 manns sótt um alþjóðlega vernd hér á landi. Ríflega tvöfalt fleiri hafa sótt um hæli á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við sama tímabil á síðasta ári þegar umsækjendur voru 385 talsins. Meira »

„Ríkisráðstaskan“ var óþörf

05:30 Þegar Bjarni Benediktsson kom til Bessastaða á mánudaginn með þingrofsbréfið var það í venjulegri möppu en ekki í „ríkisráðstöskunni“ sem Ólafur Ragnar Grímsson gerði fræga þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kom til Bessastaða í apríl 2016. Meira »

Gæti dregið úr hagvexti

05:30 Óvissa um stjórn efnahagsmála gæti bitnað á erlendri fjárfestingu. Um þetta eru greinendur sem Morgunblaðið ræddi við sammála. Meira »

Bátur í vanda úti fyrir Kirkjusandi

Í gær, 22:30 Skip, bátar og kafarar frá björgunarsveitum á höfuðborgarsveitinni voru boðuð út um tíuleytið í kvöld vegna báts sem mögulega er í vanda nálægt Kirkjusandi í Reykjavík. Tilkynning um málið barst frá sjónvarvottum sem voru á gangi við Sæbraut og töldu þeir sig hafa séð lítinn bát í vanda. Meira »

Málum fjölgar hjá ákæruvaldi

05:30 Fleiri brot voru afgreidd af ákæruvaldinu á síðasta ári en árin þar á undan. Fjöldi brota sem afgreidd voru árið 2016 voru alls 6.777 en til samanburðar voru aðeins afgreidd 5.111 brot árið 2015, samkvæmt samantekt embættis ríkissaksóknara um tölfræði ákæruvaldsins fyrir árið 2016. Meira »

Aldrei fundið fyrir neinu svona sterku

Í gær, 23:52 Elín Emilsson Ingvarsdóttir sem er búsett í Mexíkóborg, segir jarðskjálftann í kvöld hafa verið hryllilega upplifun. Vitað er til að rúmlega 100 manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum sem mældist 7,1. Hún segir vera í góðu lagi með þá Íslendinga sem hún þekki í borginni þó þeir séu í áfalli. Meira »

Óábyrgt að ákveða lokun flugvallar 2024

Í gær, 22:24 „Athuganir og áætlanir varðandi byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru ófullkomnar og byggjast á frumgreiningu á mörgum þáttum.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í bókun sem Framsókn og flugvallarvinir lögðu fram á fundi borgarstjórnar í dag. Óábyrgt sé að taka ákvörðun um lokun Reykjavíkurflugvallar 2024. Meira »
Varahlutir í Transalp 600cc1988 -1992 ca
Er með til sölu nokkra varahlutum í ofangreint hjól. Þetta eru kerti, bremsuborð...
Honda tanktaska
Góð original Honda tanktaska sem passar á flestar tegundir hjóla af Hondu. Seg...
Hávaðamengun
Garg í hátalarakerfum SVR Reykjavíkurborgar Getur það virkilega verið satt að yf...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...